Ísraelskur hermaður myrtur í stunguárás í verslunarmiðstöð í Ísrael

JonErlentLeave a Comment

Ráðist var á tvo ísraelska hermenn í verslunarmiðstöð í bænum Karmiel í norður Ísrael í gær, miðvikudaginn 3. júlí og lét annar þeirra lífið af sárum sínum.

Árásin náðist á myndband og sýnir þegar árásarmaðurinn gengur aftan að mönnunum tveimur með hníf og byrjar að stinga þá endurtekið þar til annar þeirra nær að hrinda honum frá sér og skjóta árásarmanninn.

Annar hermaðurinn, Aleksandr Iakiminskyi, lést á sjúkrahúsi skömmu síðar eftir að reynt var að hlúa að þeim en hinn liggur enn á gjörgæslu og er lífshættulega slasaður.

Samkvæmt BBC var árásarmaðurinn frá bænum Nahaf sem er nálægt Karmiel en íbúar Nahaf eru næstum eingöngu Arabar.

Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni en Hamas sagði að árásin væri eðlileg viðbrögð við stríðsbrölti Ísraels á Gaza og samtökin Palestinian Islamic Jihad sagði árásina vera hetjudáð.

Málið er rannsakað sem hryðjuverk.

Árásina er hægt að sjá í þessu myndbandi en varað er við að myndbandið er ekki fyrir viðkvæma.

Skildu eftir skilaboð