Þrír kennara við Columbia háskóla reknir fyrir hatursorðræðu gegn gyðingum

JonErlentLeave a Comment

 

Í kjölfar óeirðanna fyrir utan Colombia háskóla í Bandaríkjunum hóf skólinn aðgerðir til að koma í veg fyrir frekari hatursglæpi gegn gyðingum en fjölmargir gyðingar þurftu að flýja skólann meðan óeirðirnar stóðu yfir.

Háskólinn hefur tilkynnt að allir nemendur og starfsfólk skólans verði skyldað til að sitja námskeið þar sem fólki verður kennt að forðast slíka hatursorðræðu.

Á einu slíku námskeiði sátu kennararnir Cristen Kromm, Matthew Patashnick og Susan Chang-Kim. Á meðan námskeiðið, sem bar heitið Jewish Life on Campus, stóð yfir voru kennararnir þrír gripnir við að senda skilaboð sín á milli þar sem miður geðsleg orð voru látin falla um gyðinga.

Það var ókunnur aðili sem sat fyrir aftan Chang-Kim og tók ljósmyndir af skilaboðunum sem kennararnir þrír skiptust á og sendi stjórn skólans og urðu þessar ljósmyndir til þess að þau voru öll rekin úr starfi.

Þau verða þó áfram á launum samkvæmt Hindustan Times en eru þó gerð brottræk úr starfi um óákveðinn tíma og óvíst hvort þau snúi aftur til starfa en jafnvel þó svo verði munu þau ekki snúa aftur í sínar gömlu stöður.

Skildu eftir skilaboð