Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ásgerður greinir frá því að mikil neyð sé hjá almenningi í landinu og að langar raðir séu að myndast hjá þeim.
Ásgerður segir frá ýmsu í viðtalinu, eins og notkun matarbanka til að stemma við matarsóun, að ástandið hafi verið slæmt lengi og hversu þakklát þau séu fyrir styrki fyrirtækja.
Hún segir einnig að það myndi bjarga miklu fyrir þá hópa ef öryrkjar og eldri borgarar myndu fá sínar tekjur skattfrjálsar því þá gæti sá hópur spjarað sig án þess að þurfa aðstoð.
Ásgerður rennir einnig snögglega yfir rekstur Fjölskylduhjálpar og hvernig fyrirtækið safnar fyrir vörum sem keyptar eru og starfsmannakostnaði en það sem mesta athygli hefur vakið er þegar Ásgerður segir frá því að margir Íslendingar eru hættir að þora í röð hjá Fjölskylduhjálp vegna yfirgangs og hótana útlendinga.
Ásgerður segir að mæður sem séu innflytjendur á Íslandi séu oftast ekki í vinnu vegna þess hversu duglegar þær eru að eingast börn og að hún dáist að þeim dugnaði.
Hóta bæði starfsfólki og skjólstæðingum
Aðspurð segir Ásgerður að það séu ákveðnir hópar sem veigra sér við að koma og það séu Íslendingar en það sé ekki út af skömm heldur vegna vandræða með Palestínumenn sem hóta bæði starfsfólki og skjólstæðingum.
Ásgerður segir að starfsfólk hafi þurft að þola slíkar hótanir í nokkur ár en þetta sé í fyrsta skipti sem hún opni sig um þessi mál því nú geti hún ekki lengur þagað.
Það sé ekki boðlegt að bjóða fólki upp á það að upplifa ótta og hótanir í röðinni hjá þeim eins og staðan hefur verið undanfarið og því hafi þau tekið upp á því að vera með dag þar sem eingöngu Íslendingar fá afgreiðslu.
Ásgerður nefnir dæmi sem gerðist nýlega en þá komu tveir menn sem hún vissi að eru frá Palestínu.
Þáttinn má hlýða á hér neðar: