Hverjum hefur hann hjálpað?

frettinInnlent, Jón Magnússon, Pistlar2 Comments

Jón Magnússon skrifar:

Rithöfundurinn Bragi Páll Sigurðsson hefur átt annríkt undanfarið með vinum sínum hælisleitendum frá  Palestínu. Áður dundaði hann sér við að ráðast á Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins. Nú ræðst hann á Ásgerði Jónu Flosadóttur formann Fjölskylduhjálpar Íslands og segir hana vera rasista, en að vísu heiðarlegan. 

Munurinn á Braga Páli og Ásgerði Jónu felst ekki síst í því að Bragi Páll hefur verið styrkþegi úr opinberum sjóðum á meðan Ásgerður Jóna hefur varið lífi sínu í að hjálpa fátæku fólki, styrkja það og styðja. 

En hverjum skyldi Bragi Páll hafa hjálpað ef frá er tekin þráhyggja hans við að skipta um þjóð í landinu og planta inn Palestínuaröbum?

Ástæða þess að rithöfundurinn ræðst með þessum hætti að Ásgerði Jónu er sú, að vinir hans úr hópi Palestínu araba hafa ítrekað látið dólgslega við úthlutun Fjölskylduhjálparinnar. Þess vegna varð að taka upp breytt skipulag við úthlutun. Það var ekkert sem Fjölskylduhjálpin vildi eða óskaði eftir. En annað var ekki hægt vegna yfirgangs, ofbeldis og frekju vina rithöfundarins úr ofangreindum hópi. Rasisminn er því allur hjá þeim þar sem þeir telja að sérreglur eigi að gilda um sig. 

Það situr því síst á rithöfundinum að vera með brigslyrði í garð Árgerðar Jónu, sem hefur svo sannarlega unnið fyrir því að verða sæmd æðsta heiðursmerki íslensku þjóðarinnar og því fólki sem aðstoðar hana og leggur mikinn tíma að mörkum til að hægt sé að aðstoða sem flesta án tillits til ættar eða uppruna, litarháttar eða trúar. Að kalla slíkt fólk rasista er argasta öfugmæli og fordæmanleg lygi.

2 Comments on “Hverjum hefur hann hjálpað?”

  1. Hvaða NGO er að fjármagna þessa vegferð hans? Væri áhugarvert að skoða skatta skýrsluna hans .. Allt sem þett lið er að gera þolir ekki dagsljósið.

Skildu eftir skilaboð