Innflytjendur ráðast að lögreglu í Leeds á Englandi og velta lögreglubíl

JonErlent1 Comment

Hópur innflytjenda í Leeds á Englandi réðist að lögreglu eftir að lögregla fjarlægði börn af heimili í hverfinu vegna ásakan um að þau hefðu verið beitt ofbeldi.

Hópurinn sem sagður er vera að mestu sígaunar af rúmenskum uppruna, reiddist mikið við það sem þeir segja vera óþarfa afskipti bresku lögreglunnar inn í þeirra samfélag.

Veittist hópurinn meðal annars að lögreglubíl og velti honum og réðst á fleiri bíla en ekki hafa borist fregnir um mannfall frá bresku lögreglunni.

Hópurinn hefur af mörgum sagður vera múslimar en það á ekki við rök að styðjast en hverfið sem um ræðir er svæði þar sem mikið af Rúmenum heldur til.

Lögregla hefur þurft að hörfa frá mannfjöldanum og hefur verið kveikt í bílum og byggingum á svæðinu í kring.

Fjölmörg myndbönd af uppþotunum má sjá hér fyrir neðan.

One Comment on “Innflytjendur ráðast að lögreglu í Leeds á Englandi og velta lögreglubíl”

Skildu eftir skilaboð