Milljarðamæringarnir sem ráku Joe Biden

frettinErlent, Stjórnmál3 Comments

„Joe Biden var rekin af sama milljarðamæringaflokki og hann þjónaði af kostgæfni allan sinn pólitíska feril. Milljarðamæringarnir þurftu að taka á sig tapið. Biden var skapaður af þeim, hann hefur verið í alríkisskrifstofu í 47 ár. Hann var notaður sem áróðurstæki til að sigra Bernie Sanders í prófkjörinu 2020 og var tilnefndur sem frambjóðandi árið 2024 í forvalsherferð að hætti Sovétríkjanna. Milljarðamæringastéttin mun nú tilnefna einhvern annan. Kjósendur Demókrataflokksins eru leiksoppar í þessum pólitíska farsa.“ skrifar blaðamaðurinn Cris Hedges á X:

Cris segir Biden og Demókrataflokkinn bera ábyrgð á þessu klúðri. Þeir skipulögðu afiðnvæðingu Bandaríkjanna, sem olli því að 30 milljónir starfsmanna misstu vinnuna í fjöldauppsögnum. Flokkurinn skapaði þessa árás á verkalýðinn sem leyddi til kreppu og neyddi valdaelítuna til að móta nýja pólitíska hugmyndafræði.

Meginstraumsmiðlar spiluðu með nýju hugmyndafræðinni, Biden var í miðpunktur þessarar hugmyndabreytingar. Þeir sem gengu í gegnum djúpstæðar efnahagslegar og pólitískar breytingar var sagt að þjáningar þeirra stafi ekki af hömlulausri hernaðarhyggju og græðgi fyrirtækja, heldur af ógn við þjóðarheilleika.

Megadonor John Morgan mun ekki styðja Harris

Megadonor John Morgan tilkynnti á sunnudag að hann muni ekki safna fjármunum fyrir demókrata ef Kamala Harris verði tilnefnd - sem bendir til þess að ákvörðun Biden um að styðja hana 30 mínútum eftir að hann tilkynnti afsögn sína hafi  hann verið að gefa fingurinn til þeirra sem að þvinguðu hann úr embætti.

Hvað varð um Biden?

Joe Biden hefur ekki birst opinberlega síðan hann birti afsögn sína á X. Enginn blaðamannafundur eða viðtal hefur verið birt. Miðað við sögulegan atburð án hliðstæðu í sögu Bandaríkjanna er það vægast sagt svolítið skrítið.

Og hver stjórnar nú Bandaríkjunum, landi sem er á kafi tveimur hörmulegum styrjöldum um þessar mundir?

Uppfært:

Biden greindi frá því á X fyrir stundu að hann muni ávarpa þjóðina á morgun kl. 20 að staðartíma.

3 Comments on “Milljarðamæringarnir sem ráku Joe Biden”

  1. USA hið stórkostlega lýðræðisríki þar sem almenningur kýs fulltrúa sína. Eða hitt og heldur, USA er einræðisríki stjórnað að fámennri klíku milljarðamæringa.

  2. Gæti ekki verið meira sammála þér Brynjólfur.. Erfitt að vekja almenning upp eftir áratuga heilaþvott..

Skildu eftir skilaboð