Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:
Þegar breytingarnar um eitt leyfisbréf varð að veruleika, í andstöðu við fjölmarga grunnskólakennara, breyttist nám grunnskólakennara. Hið hefðbundna leið að fara í B.Ed. (bakkalár) er nú ekki skylda. Þeir sem hafa annað bakkalárnám að baki geta farið í meistaranám og orðið grunnskólakennari.
Velta má fyrir sér hvort undirstöðunámið fyrir grunnskólakennaranámið sé einskis virði. Að marga mati er það svo. Grunnurinn að menntuninni er horfinn með opnu kerfið ef svo má taka til orða. Nú geta allir, sem hafa bakkalárnám að baki, farið í tveggja ára mastersnám M.Ed. og fengið starfsheiti kennari.
Margir áfangar sem snúa að kennslu grunnskólabarna, þroska þeirra og hæfni hafa margir grunnskólakennarar ekki og þeim fjölgar eflaust.
Þessum kennurum vantar áfanga eins og: Nám og kennsla, þroska- og námssálfræði, læsi og lestrarkennsla, talað mál og ritað, nám og kennsla yngri barna, nám og kennsla eldri barna, náttúrufræðsla í grunnskóla, Að leika og skapa: leiklist, myndlist og tónlist, námskrá og námsmat, erlend tungumál sem kennslugrein o.s.frv. o.s.frv.
Þegar á masterstigið er komið fara allir sömu leið, þeir sem hafa B.Ed. og þeir sem hafa ekki farið þessa leið í kennaramenntuninni. Menn geta komið inn með bakkalárnám úr fjölmiðlafræði, nútímafræði, viðskiptafræði, stjórnmálafræði, hjúkrunarfæði, lögfræði o.s.frv. sem svipar til þeirra réttindi sem krafist er inn í framhaldsskólann til að kenna afmarkaðar greinar sem fólk hefur sérhæft sig í.
Í huga bloggara er það kýrskýrt, slakað var á kröfum um menntun grunnskólakennara með þessari ákvörðun. B.Ed. námið var gjaldfellt.
Hér má sjá námskrá B.Ed. í Háskóla Ísland. Nám sem kennarar sem koma aðra leið inn í námið hafa ekki. Grunnáfangar breytilegir eftir áherslusviði nema.
Höfundur er kennari.