Talsmaður Ólympíuleikanna í París 2024 hefur viðurkennt að umdeilda dragútgáfan af „Síðustu kvöldmáltíðinni“ sem sást í opnunarathöfn Ólimpíuleikanna væri innblásin af helgimynd da Vinci – upphaflega var reynt að neita því í kjölfar harðra viðbragða.
„Thomas Jolly sótti innblástur frá frægu málverki Leonardo da Vinci til að skapa umgjörðina,“ viðurkenndi talsmaður Ólympíuleikanna við The Post í yfirlýsingu á laugardag, þar sem hann vísaði til skapandi stjórnanda opnunarathafnarinnar.
„Hann er ekki fyrsti listamaðurinn sem vísar í það sem er heimsfrægt listaverk Andy Warhol var notað í „The Simpsons“, segir talsmaðurinn.
Yfirlýsingin kemur í kjölfar þess að yfirstjórn Ólympíuleikanna í París reyndi að neita því að dragsýningin væri innblásin af hinni kristnu helgimynd og fullyrti á X-inu á föstudag að þetta væri bara misskilningur.
Fulltrúarnir héldu því fram að Jolly væri ekki að skopstæla hið heimsfræga listaverk með Jesú og postulunum 12 - heldur í raun að heiðra gríska goðafræði og Díónýsoshátíð.
En þegar gagnrýnisraddir héldu áfram að magnast, viðurkenndi talsmaðurinn að um væri að ræða stælingu á listaverki af „Síðustu kvöldmáltíðina“ eftir da Vinci.
Sky News greinir frá.
4 Comments on “Viðurkenna að dragsýning opnunarhátíðarinnar væri byggð á „Síðustu kvöldmáltíðinni“”
Þetta er ekkert annað en Satanísk útfærsla, sem lýsir hatri og fyrirlitningu guðleysingja á Kristi og fylgjendum Hans. Og í skjóli myrkursins sem grúfir yfir heiminum fær að dafna um stundarsakir.
Vel sagt Brynjólfur…Kristið fólk þarf að fara að átta sig á hvaða myrku öfl eru að komast til valda um allan heim. Fólk þarf að fara að stíga niður fætinum og segja hingað og ekki lengra meðan við enn getum.
Fyndið hvað kristnir halda alltaf að allt séu árásir gegn þeim. Við erum bara að reyna að leiða ykkur í ljósið svo þið hættið að tilbiðja falsguði. Við erum að bjarga ykkar andlegu heilsu og fáum lítið annað fyrir en persónulegar árásir frá ykkur. En við gefumst ekki upp því það er lýðheilsumál að tryggja að fólk lifi ekki sínu lífi í ranghugmyndum um heiminn og skaði sig og sitt umhverfi með því.
Brynjolfur og Tryggvi, örvæntið eigi, það er mögulegt að losna undan þessum heilaþvotti sem var neyddur uppá ykkur sem börn.
Bjarni B, þú ert greinilega einn af þeim fjölmörgu vanþakklátu mannverum sem kann ekki að meta hina stórkostlegu sköpun heimsins og allt sem í honum er, frá samsetningu frumefna til flókinna verkferla í náttúrunni. Guð er byggingarmeistari alheimsins og Kristur er sá sem býður börnum sínum til Ljóssins, út úr myrkrinu. Guð gaf mannverum Frjálsan Vilja til að velja sinn áfangastað, því miður kjósa margir að lifa og dvelja í fáfræði, vanþákklátir, og í myrkrinu. Eins og skrifað er „Heimskinginn segir: ´Enginn Guð´.“