Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:
í því skyni að ,,breyta um kyn“ sem er að sjálfsögðu ekki hægt. Menn losna ekki við XX eða XY litningana sem gera þá annað tveggja, karl eða konu. Dómstólinn benti á Cass skýrsluna og sagði innihald hennar vera leiðavísir í málaflokknum í Bretlandi. Eins og segir í dómnum „Úttekt Dr. Cass leiddi í ljós að það voru ekki nægar vísbendingar um að kynþroskablokkar séu öruggir og áhrifaríkir fyrir börn með kynáttunarvanda og kynósamræmi." Innihald skýrslunnar á sér ekki landamæri og því ætti hún að gilda hér á landi líka.
Mikið framfaraspor í baráttu þeirra sem hafa barist gegn þessari tilraunastarfsemi sem hefur verið óáreitt í allt of mörg ár. Hversu mörg börn hafa skemmt sig vegna lyfjanna verður sennilega aldrei vitað. Í sumum löndum er enn að þessu. Tilraunir á börnum, hver leyfir slíkt! Er það landlæknir Alma Möller hér á landi? Það er athyglisvert að miðaldra íslenskir karlmenn, sem annað tveggja skilgreina sig sem konu eða tvíkynja, setja sig upp á móti niðurstöðu dómsins. Af hverju? Karlmenn sem hafa ekki farið í gegnum kynþroskaskeið unglingsstúlku og vita ekkert hvað þeir eru að tala um hvað stúlkurnar varðar.
Dorte Toft blaðamaður í Danaveldi skrifaði tvær greinar um stöðu mála í Danmörku, sem er miður góð. Trans samfélagið þar eins og hér á landi heldur uppi upplýsingaóreiðu um málaflokkinn.
Greinarnar heita „Það er eitthvað rotið í Danmörku“ og eru á ensku. Hér og hér geta menn lesið greinarnar.
Formaður Samtaka 22 fjallaði um dóminn og fréttaflutning RÚV af málinu. Auðvitað var ekki við nokkru vitrænu að búast frá fréttastofu Ruv. Hvet lesendur til að hlusta á formanninn. Hlustið hér: