Halla Tómasdóttir tekur við embætti forseta Íslands

frettinInnlent1 Comment

  • Halla Tómasdóttir verður sett í embætti forseta Íslands í dag.
  • Athöfnin hefst klukkan 15:30 með helgistund í Dómkirkjunni.
  • Að helgistundinni lokinni tekur við athöfn í Alþingishúsinu.
  • Halla er sjöundi forseti Íslands og önnur konan til að gegna embættinu.

Guðni Th. Jóhannesson lét af embætti á miðnætti. Þangað til Halla Tómasdóttir tekur við á eftir eru þrír handhafar forsetavalds. Það eru þeir Benedikt Bogason forseti Hæstaréttar, Bjarni Ármannsson forseti Alþingis og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.

Þó það hafi hellirignt áðan þá á að stytta upp og hanga þurrt á höfuðborgarsvæðinu á meðan athöfnin fer fram. Það lítur því út fyrir að það verði bara bærilegasta veður á fjórða tímanum, nánast logn og allt að 15 stiga hiti.

Hægt verður að fylgjast með athöfninni sem byrjar kl.15:25 í beinni útsendingu hér.

One Comment on “Halla Tómasdóttir tekur við embætti forseta Íslands”

  1. Halla er 2.0 uppfærsla af Guðna … Guðni veit hvað er framundan og sem sagnfræðingur þá vildi hann ekki koma nálægt því.. Halla er tækifærasinni og mun taka þær ákvarðanir með glöðu geði til að viðhalda UN Agenda 2030 með góðri samvisku. Halla er ekki minn forseti.

Skildu eftir skilaboð