Google afhjúpað fyrir að útskúfa Donald Trump úr leitarniðurstöðum

frettinErlentLeave a Comment

Leitarvélarisinn Google á undir högg að sækja fyrir að fela fjölda leitarorða sem tengjast Donald Trump forsetaframbjóðanda repúblikana.

Fyrirtækið sem er staðsett í Kaliforníu og mest notaða leitarvélin um allan heim felur vinsæl leitarorð sem tengjast fyrrverandi forseta.

Notendur á X tóku fyrst eftir breytingunum þegar þeir leituðu „morðtilraun á Trump“ á Google. Þrátt fyrir að skotárásin í Butler, PA, hafi verið eitt átakanlegasta augnablikið í nýlegri stjórnmálasögu, bauð leitarvélin ekki upp á sjálfvirkan útfyllingarmöguleika fyrir notendur til að komast auðveldlega að meira um atburði dagsins, heldur setti tilraunina á líf Harry Truman í forgang sem átti sér stað árið 1950.

Við nánari rannsókn kom í ljós að það var ekki bara verið að fela banatilræðið gegn Trump. Heldur er hugtakið „Forseti Donald Trump“ einnig falið og skilaði engum leitarniðurstöðum þegar það var prófað af Libs of TikTok reikningnum:

Elon Musk forstjóri X. vakti athygli á fasisma leitarvélarisans og greindi frá þegar hann sló inn „Donald forseti“ fékk hann upp „Donald Duck forseti“ og „Donald Regan forseti“:

Svo, hvað gerist þegar þú leitar að „Forseti Donald Trump“? Já, giskaðu á það: þú færð (jákvæðar) fréttir um varaforsetan Kamöla Harris:

Meðal þingmanna benti öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz á athæfi leitarvélarisans og lýsti athöfnum Google sem „geðveiki“.

„Þeir eru að gaslýsa bandarísku þjóðina og reyna að eyða morðtilrauninni á Trump,“ skrifaði hann á X:

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Google hefur setið undir gagnrýni og verið uppvísir af þöggunartilburðum og fasisma, á Covid tímabilinu þóttu þeir ganga sérlega langt í að útiloka allar aðrar upplýsingar en komu frá lyfjarisunum sem höfðu beina hagsmuni af „bóluefnunum.“

Skildu eftir skilaboð