Opið bréf til Ólimpíunefndarinnar vegna hnefaleika kvenna

frettinHelga Dögg Sverrisdóttir, InnlentLeave a Comment

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:

Íþróttahópur kvenna sendi forseta ólimpíunefndarinnar opið bréf:

Tilefnið er þátttaka tveggja hnefaleikmanna sem áður voru bannaðir frá kvennahnefaleikum af Alþjóða hnefaleikasambandinu (IBA) en keppa nú í kvennaflokki á Ólympíuleikunum. Þeir féllu á kynjaprófi.

Bréfið er undirritað af alþjóðlegum baráttuhópum og íþróttamönnum. Bréfið undirstrikar ósanngirnina í ákvörðunar IOC og spurt er hvort IOC hafi tekið áhyggjur manna alvarlega um öryggi kvenna í hnefaleikum.

Í bréfinu er farið fram á skimunarpróf fyrir þá sem vilja keppa í kvennaflokki á OL. Það sé hægt að gera með einföldu prófi. Þau segjast stolt af því að styðja íþróttakonur og munu halda því áfram, hvar og hvenær sem er. Bréfið má sjá hér neðar.

Kåre Fog líffræðingur tjáði sig um þetta og segir, ,,Angela Carini keppti við Imane Khelif. Carini er án efa kona en það er annað með Khelif. Hún skilgreinir sig sem konu; en hún hefur bæði X og Y litning, það vil segja samkvæmt líffræðinni er hún maður og er með testósterón á við karlmann.

Læknis/líffræðilega fellur hún sennilega inn í flokkinn DSD. Hún er ekki með ytri kynfæri karlmanns en eftir því sem best er vitað er pungvefur í kviðarholinu."

Kåre Fog heldur áfram, ,,einstaklingur með testósterón á við karlmann hefur slagkraft sem er helmingi meiri en konunnar en Carini var vöruð við að mæta í leikinn, það gæti orðið líkamlega hættulegt fyrir hana (í raun er það sama að kona myndi keppa við karl).

Hætta á alvarlegum meiðslum er mjög mikil eða jafnvel annað og meira sem getur farið illa. Og það er á ábyrgð OL nefndarinnar ef það gerist, segir Ask Vest Christiansen, ph.d og lektor við íþróttaháskólann í Árósum í viðtali við Berlinske.

OL nefndin segir það afgerandi fyrir þátttöku í kvenna- eða karlaflokki sé hvernig menn skilgreina sig.

Ask segir jafnframt að þeir tveir hnefaleikamenn sem um ræðir eigi ekki að keppa í kvennaflokki."

Yfirlýsinu Alþjóða handknattleikssambandsins IBA og bréfið sem hópurinn sendi:

Skildu eftir skilaboð