Stjórnendur Google, Netflix og OpenAI standa að fjáröflun fyrir Kamölu Harris

frettinErlentLeave a Comment

Reid Hoffman, stofnandi LinkedIn, hefur lýst yfir stuðningi við Kamölu Harris og gerði hann það sama dag og Biden lauk herferð sinni. Reed Hastings, sem er einn af stofnendum Netflix, eyddi 7 milljónum dala í herferðarkassann sinn í síðustu viku. Á miðvikudaginn opnaði svo vefsíðan VCs for Kamala með meira en hundrað áhættufjárfestum sem lofuðu að kjósa og safna framlögum fyrir Harris.

Nú hafa stjórnendur frá Google, Netflix og OpenAI tekið höndum saman um að halda fjáröflun fyrir Harris í Washington, DC, síðar í þessum mánuði.

Á ráðstefnunni þann 27. ágúst munu koma fram sérstakir gestir Josh Hsu, sem hafði starfað sem aðallögfræðingur Harris í Hvíta húsinu, og Rohini Kosoglu, sem var innanríkisráðgjafi varaforsetans, samkvæmt vefsíðu fyrir fjáröflunina, aðgangskostnaður er 500 dollarar sem miðast sem framlag, þó miðar séu allt að $6.600.

„Í margar vikur leit út fyrir að tækniðnaðurinn væri að verða skotspónninn í þessum kosningum, þar sem sumir af háværustu fjárfestunum í Silicon Valley hafi veðjað á Donald Trump. Svo kom röð atburða sem sýnir að Kamala Harris á enn vini í hátækniðnaðinum.“

Meira má lesa á Business insider.

Skildu eftir skilaboð