Sumarleyfi kennara lokið

frettinHelga Dögg Sverrisdóttir, Innlent, SkólamálLeave a Comment

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:

Allt tekur enda og sumarfrí grunnskólakennara líka. Nú styttist í skólabyrjun. Endurmenntun kennara hafin og margir þeirra geta sótt námskeið fram að skólabyrjun 15. ágúst. Mörg sveitarfélög bjóða upp á endurmenntunarnámskeið 13. og 14. ágúst. Höfðar misvel til kennara, enda þarfir ólíkar. Hver grunnskólakennari á að skila 102 stundum í endurmenntun á ári.

Kjarasamningur grunnskólakennara eru lausir. Vonandi koma fréttir áður en skólastarfið hefst um hvernig miðar. Formaður Kennarasambandsins er í forsvari fyrir samningana eftir því sem bloggari hefur komið næst. Í það minnsta samkvæmt blaðinu „eplið“ sem félagsmenn fá.

Áður en skóla lauk sagði formaður Félags grunnskólakennara, Mjöll Matthíasdóttir, að hjálp yrði sótt til félagsmanna. Ekki kom fram í hverju sú hjálp er fólgin. Kannski og mjög hugsanlega er það verkfallsboðum.

Hugur margra kennara hefur breyst. Fyrir ekki svo mörgum árum var óhugsandi að fá kennara í verkfall, en það hefur breyst. Kannski af því samsetning grunnskólakennara hefur breyst.

Á Akureyri hafa foreldrar kvartað undan litlu framboði af afþreyingu fyrir börn. Bærinn setur málið í nefnd. Tímasetning skólastarfs í Skandinavíu er með öðrum hætti en hér. Þar fá kennarar 6 vikna sumarfrí og skila ekki endurmenntun eins og hér á landi. Endurmenntun grunnskólakennara er tvær og hálf vika og þar liggur megin munurinn.

Útikennsla er þekktari á hinum Norðurlöndunum en hér. Síðustu vikur og upphafsvikur skólastarfsins er nánast eingöngu útikennsla. Kannski er tímabært að skoða hvort ekki eigi að breyta þessu hér. Fleiri og fleiri foreldrar lenda í vandræðum með börn sín þessar 3-4 vikur sem er umfram lögbundið sumarfrí.

Höfundur er kennari.

Skildu eftir skilaboð