Enginn komst lífs af eftir að Voepass flugvél með 61 farþega hrapaði í Brasilíu í gær.
Farþegavélin var á leið frá Cascavel í Brasilíu og var á leið til Guarulhos flugvallar, nálægt Sao Paulo.
Í vélinni voru 57 farþegar og fjórir áhafnarmeðlimir, að sögn flugfélagsins. Voepass hafði upphaflega sagt að 58 farþegar væru um borð en uppfærði töluna síðar og staðfesti að einn farþegi hafi misst af fluginu. Maðurinn heitir Adriano Assis og vinnur á sjúkrahúsinu í Cascavel, hann var blessunarlega aðeins of seinn í flugið, sem varð honum til lífs. Maðurinn er í miklu áfalli og má sjá viðtal við hann hér neðar:
This man wasn’t allowed to board the plane that just crashed in Vinhedo in São Paulo, Brazil because he was LATE.
He argued with the man at the boarding gate, but ended up hugging him after hearing the plane had crashed.
This is unbelievable… 🙏 pic.twitter.com/wrplK3lVr4
— Cillian (@CilComLFC) August 9, 2024
Samkvæmt nýjustu heimildum þá voru a.m.k. 15 læknar um borð í flugvélinni og voru þeir að sögn heimildarmanna á leið á læknaráðstefnu í Sao Paulo er tengdist krabbameinsmeðferðum.
Farþegarnir hafa ekki verið nafngreindir, en eins læknisins er minnst sem „Barbie“ læknirinn, og er það líklega vegna útlits hennar, en hún þótti afburða fögur og líkjast dúkkum leikfangarisans.
Brasílíski bloggarinn Carmela Borg minnist hennar og skrifar:
Barbie læknirinn okkar hefur lokið ferð sinni hér á jörðinni. Borgin Cascavel er í sorg, margir eiginmenn, börn, eiginkonur og bræður hafa látist, án þess að hafa náð að segja ég elska þig. Megi góður Guð styrkja hjörtu allra syrgjandi fjölskyldna.
Nossa Dra Barbie cumpriu sua trajetória aqui na Terra . A cidade de Cascavel está em luto , muitos maridos , filhos , esposas , irmãos se foram , sem dizer aquele último Eu te Amo . Que Deus conforte o coração das famílias enlutadas. pic.twitter.com/fIEbRN5jmP
— Carmela (@Carmelaborg7) August 9, 2024
Ekki er vitað hvað orsakaði slysið en flug 2283 fór í loftið án nokkurra rekstrartakmarkana, og öll kerfi voru yfirfarin, að sögn flugfélagsins.
Brigadier Marcelo Moreno, yfirmaður brasilísku flugslysastofnunarinnar CENIPA, segir að flugvélin hafi ekki sent nein neyðarboð.
„Til bráðabirgða getum við staðfest að ekkert neyðarboð hafi komið frá flugvélinni, ekkert neyðartilvik var tilkynnt,“ sagði Moreno við fréttamenn en lagði áherslu á að rannsóknin væri ekki langt komin.
CENIPA hefur umráð yfir tveimur svörtum kössum flugvélarinnar, raddupptökutækinu í flugstjórnarklefanum og fluggagnaritanum, að því er segir í fréttatilkynningu.
Tilkynnt var um slysið til herlögreglunnar klukkan 13:28. staðartíma.
14 ára gamla tveggja hreyfla ATR 72 flugvélin var að fljúga í 17.000 feta hæð þegar hún fór í svokallað "flat spin“ og snérist í nokkra hringi áður en hún féll til jarðar, samkvæmt FlightRadar24.
🚨🇧🇷Major plane crash in Brazil!
Expected dead 58 Passengers and 4 crew!
Plane exploded near houses but no people damaged yet on the ground hopefully.
More updates to come! pic.twitter.com/tgX4MS29ig
— James Rizk (@JamesRizk1) August 9, 2024