Geir Ágústsson skrifar:
Í lítilli frétt á DV er fjallað um seinasta þátt hlaðvarps þar sem samsæriskenningar eru teknar fyrir. Í þessum þætti er fjallað um rákirnar sem streyma aftan úr flugvélum. Hvað í þeim? Hvaða áhrif hafa þær? Er verið að ráðskast með lofthjúpinn?
Nú eru rákir úr venjulegum flugvélum ekki annað en útblástur sem blandast við loftið. Í þeim útblæstri eru agnir sem mælast í loftgæðamælum, oft vel yfir allskyns mörkum nálægt flugvöllum. Þetta er ekkert nýtt, er auðvitað ákveðið vandamál fyrir nágranna flugvalla en í raun bara hlut af því að búa í þróuðu samfélagi þar sem ákveðin mengun er einfaldlega merki um lífsgæði (þar með ekki sagt að hana eigi ekki að reyna minnka án þess að drepa hagkerfið).
Þessar rákir úr flugvélum eru vissulega taldar valda gróðurhúsaáhrifum - hvað gerir það ekki? En þessar venjulegu rákir aftan við venjulegar flugvélar eru bara það - útblástur á miklum hraða.
En þar með er ekki sagt að slíkar rákir hafi ekki vakið áhuga milljarðamæringa sem vilja ráðskast með allt og alla. Tilraunir til að breyta veðrinu með losun á ögnum í háloftin hafa verið gerðar og taldar hafa heppnast til að valda úrkomu. En suma dreymir um meira en það. Einn milljarðamæringurinn vill reyna að loka á sólarljósið til að kæla Jörðina og hefur veitt fjármagni í slíkar rannsóknir. Þessi gróðurhúsaáhrif sjáðu til! Þessi hlýnun Jarðar! Þarf ekki að stöðva hana?
Og hver veit - kannski eru nú þegar í gangi ýmsar tilraunir til að hafa áhrif á lofthjúpinn með því að losa í hann allskyns agnir. Það er nú ekki alveg óþekkt að yfirvöld stundi leynilegar rannsóknir sem valda óafturkræfum skaða á samfélaginu - seinasti heimsfaraldur er gott dæmi um slíkt. Það væri raunar upplagt að framkvæma slíkar tilraunir því þær væru ekki aðgreinanlegar frá hinum venjulegu rákum og allar ásakanir um tilraunastarfsemi má afskrifa sem samsæriskenningar.
En það er þetta með að afskrifa sem samsæriskenningar sem er ekki jafnauðvelt í dag og áður. Núna má alveg trúa hverju sem er upp á yfirvöld og skjólstæðinga þeirra í milljarðamæringaklúbbnum. Þau bjuggu til heimsfaraldur - hvað ætli sé næst á dagskrá? Skipulagðar hungursneyðir? Þvingaðar lyfjagjafir? Að gera vinnandi fólk að öreigum? Að uppræta vestræn, kristin samfélög?
Vonandi leiðir tíminn það ekki í ljós af því við hættum að samþykkja að vera meðhöndluð eins og tilraunarottur. En það er ástæða til að óttast.
5 Comments on “Samsæriskenningar sem eru engar kenningar”
https://www.geoengineeringwatch.org/
Það er töluverður munur á útblæstri og efnarákum, útblástur flugvéla varir aðeins skamma stund, efnarákir dreifa úr sér og mynda hvíta slæðu yfir himininn. Þetta efni fellur einnig jarðar og getur haft mengandi áhrif á m.a. vatnsból, gróður og skordýra líf . Fóllk hefur talað um að skordýr séu horfin, sem má sennilega rekja til efnaráka. Sum fylki í USA hafa bannað þetta með öllu, ætti að banna einnig hér.
Bandaríkja stjórn lengi vel Harðneitaði fyrir að nota flugvélar og útblástur þeirra í tilraunum, Hinsvegar þá skilst mér að USA sé búið að viðurkenna þetta upp á sig og það fyrir þú nokrum árum svo það er ekkert samsæri um þetta það VAR enda búið að viðurkenna þetta og staðfesta af USA stjórn.
https://map.geoengineeringmonitor.org/
Hér er verið að rugla saman samsæriskenningum og sögulegum staðreyndum, sem kynþáttahatarar eru þekktir fyrir að gera. Staðreynd málsins er, að efnarákir eru raunverulegar. Framleiðsla efniviðar þeirra er hluti af sögunni. Og sá hluti af sögunni, er alls engin samsæriskenning.