Gáfu Rússar færi á Kúrsk?

frettinErlent, Páll Vilhjálmsson, Úkraínustríðið4 Comments

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Tilgáta er að Rússar hafi vitað með tveggja vikna fyrirvara að Úkraínuher undirbyggi árás á Kúrsk-hérað. Tvær vikur eru nægur tími til að flytja herlið á vettvang til að mæta innrásinni. En Rússar létu sér vel líka að í fyrsta sinn í Úkraínustríðinu yrði Rússland vettvangur stórátaka.

Myndbandsbloggarinn Alexander Mercouris, sem daglega fjallar um Úkraínustríðið, kemur tilgátunni á framfæri, byggir m.a. ónafngreindri heimild sem hann segir hafa sýnt sig trúverðuga. Sjálfur leggur Mercouris mátulega upp úr tilgátunni. Að hans áliti er hæpið af rússneskum yfirvöldum að leggja líf almennra borgara í hættu til að leggja gildru fyrir Úkraínuher.

Giskað er á að um 15 þúsund hermenn Úkraínu taki þátt í Kúrsk-aðgerðinni. Rússneska varnamálaráðuneytið segir um tvö þúsund særða og fallna. Séu tölurnar réttar er rússneska gildran að fá Úkraínumenn til að safna liði í eina hernaðaraðgerð til að höggva megi stór skörð í mannafla óvinarins. Tvö þúsund særðir og fallnir á einni viku af 15 þúsund er hátt hlutfall.

Á móti kemur álitshnekkir Rússa er óvígur óvinaher leggur undir sig rússneskt land. CNN hefur eftir bandarískum herforingja að Kúrsk-aðgerðin hafi heppnast hingað til, nú sé spurningin hvort Úkraínuher hafi þanþol til að halda ávinningnum.

Annar myndbandsbloggari, sem einnig birtir daglega, er Macronomist. Hann segirvíglínuna í Kúrsk of óljósa til að enn megi draga raunhæfar ályktanir af stöðu og horfum.

Þriðji myndbandsbloggarinn, Military Summary, birtir tvisvar á dag. Nálgun hans er að sá stríðsaðili tapar í Kúrsk sem þarf að flytja þangað herlið í því magni að það hafi áhrif á aðrar vígstöðvar.

Það er orðið ljóst, segir fjórði bloggarinn, War in Ukraine, að Kúrsk-aðgerðin er veðmál Selenskí og félaga. Tilgangurinn er ekki hernaðarlegur heldur pólitískur. Rússum er Kúrsk hérað ekki hernaðarlega mikilvægt og þeir voru tilbúnir að gefa það eftir.

Á meðan allra augu eru á Kúrsk hafa Rússar náð árangri á öðrum vígstöðvum, einkum við Pokrovsk. Verði Rússar knúnir til að flytja herlið norður hægist á sókn þeirra. Ef Úkraínuher dregur mannskap norður er hætt við hraðari rússneskri sókn á meginvígstöðvunum.

Kúrsk-aðgerðin er takmörkuð. Um 15 þúsund hermenn Úkraínu glíma við 10 til 11 þúsund manna rússneskt lið. En aðgerðin getur haft veruleg áhrif. Í einn stað getur hún afhjúpað veikleika rússneska hersins en í annan stað vanhugsaða ævintýramennsku Úkraínuhers.

Kúrsk er sögufrægt hérað í stríðsannálum. Í seinni heimsstyrjöld árið 1943, einmitt í júlí og ágúst, reyndi þýski herinn, sem hafði farið halloka fyrir rauða hernum, að ná frumkvæðinu á austurvígstöðunum með snarpri gagnsókn. Kúrsk-aðgerðin 1943misheppnaðist. Áður en mánuðurinn er úti liggur fyrir hvort Kúrsk-2024 breyti stríðsgæfunni í Úkraínustríðinu.

4 Comments on “Gáfu Rússar færi á Kúrsk?”

  1. Ég heyrði í morgun að rússneski herinn sé búin að loka landamærunum svo sennilega er þetta svon „one way ticket“ fyrir þennan NATO her sem er þarna. Búið er að flytja alla borgarana í burtu svo láta þeir sprengjunum rigna yfir þetta lið, ég yrði hissa ef nokkur af þessum mönnum verði á lífi eftir svona viku.

  2. Steini, það eru nú ekki allir hrifnir af því hvernig ég les í þessar hörmungar
    Aðal rússafóbíu próbaganda skítadreifarinn sem byrtir sitt bull alla daga frá Jótlandi undir verndavæng DV brást svona við leiðréttinunum frá mér sem ég sendi á meilið hans

    https://www.dv.is/eyjan/2022/08/27/hjalpum-ara/

    Þessi drullusokkur er svo mikill aumingi að hann gat aldrei svarað mér heldur réðist á mig í gegnum DV

Skildu eftir skilaboð