Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:
Það getur verið dýrt að ráða hreingerningskonu sem hefur ekki dvalar- og starfsleyfi. Það sýnir sig í máli sem upp kom hjá lögreglunni á Norður Sjálandi.
Um er að ræða nítján heimili. Til saman voru 19 húsráðendur dæmdir til að greiða 995.000 danskar krónur fyrir að ráða konu frá Filippseyjum án tilskilinna leyfa.
Upphafið hófst fyrr á þessu ári þegar starfsmaður útlendingamála hjá lögreglunni spjallaði við konuna á strætóstoppistöð hjá Hellerup stöðinni. Konan hafði ekki dvalarleyfi né vegabréf í fórum sínum sagði lögreglan en hún sagðist hafa verið au pair í Danmörku frá 2010-2012. Síðan hefur hún verið ólögleg í landinu og gerði hreint á heimilum til að afla tekna.
Rannsóknin sýndi að konan gerði hreint fyrir nítján manns, 12 á Norður Sjálandi og 7 í Kaupmannahöfn.
Allir kærðir
Í málinu voru allir nítján kærðir fyrir að hafa haft útlending í vinnu sem hafði ekki leyfi. ,,Það er á þína ábyrgð að þú útvegir ólöglegu fólki vinnu.“ Sagði Morten Kaare Pedersen hjá lögreglunni og heldur áfram ,,það gildir bæði launaða og sjálfboðna vinnu. Ef þú ræður útlendinga, sem ekki hefur tilskilin leyfi, er hægt að sekta þig.“
Margir af þeim sem lögreglan kærði sögðu lögreglunni að þeir vissu ekki að hún væri ólögleg í landinu. Þau þekktu aukin heldur ekki að einstaklingur frá svokallaða þriðja landi, þ.v.s. utan ESB, á að geta sýnt fram á dvalar- og atvinnuleyfi í landinu. Það sem vakti líka grunsemdir var að konan fékk greitt í reiðufé bætti Morten við.
Sektin frá 13.000 til 367.000 danskar krónur
Lögreglan sektaði fólkið fyrir brot á útlendingalögunum og voru sektirnar frá 13 -367.000 danskar krónur. Í allt hljóðuðu sektirnar upp 995.000 kr. Átján hafa nú þegar greitt sektina en einn fer með málið fyrir dóm.
Konan fékk þriggja mánaða fangelsisdóm og meinað að koma til Danmerkur í 6 ár.