Tímamótagrein frá jafnréttisráðherra Dana – hefur opnað augu mín fyrir hversu vafasöm kynleiðrétting er

frettinErlent, Helga Dögg Sverrisdóttir, Transmál1 Comment

Ef við lítum framhjá þeirri staðreynd að líffræðilegu kynin eru aðeins tvö eigum við ekki bara í hættu á að lenda á vitlausum stað. Hin svívirðilega umræða um sjálfsmyndarpólitík mun skyggja á jafnréttisvandann sem í raun er til staðar.

Þetta segir Marie Bjerre Jafnréttisráðherra (V) í grein sem hún birti í Jyllandsposten í dag:

Vókið hefur gengið of langt

Það er eitthvað sem hefur angrað mig lengi. Eitthvað sem er að verða sífellt brjálaðra. Og eitthvað sem veldur að meirihlutinn verður að laga sig að minnihlutanum. Og nú get ég ekki þagað lengur: „Wokeismen“(vókið) hefur gengið of langt.

Við þurfum uppgjör með útbreidda áherslu á kynvitund nútímans. Annars er ég hrædd um að umræðan um kynvitund nái svo langt að hún fjarlægi athyglina frá stórum og raunverulegum jafnréttisvandamálum sem við glímum enn við í Danmörku. Ef meirihlutinn þarf skyndilega að laga sig að minnihlutanum er ég verulega hrædd um að jafnréttisbaráttan fari út af sporinu. Og ekki nóg með það, það eyðileggur réttindi kvenna og karla líka.

Sem frjálshyggjumaður fagna ég auðvitað fjölbreytileikanum. Ég trúi því staðfastlega að allt fólk geti lifað lífi sínu eins og það vill og verið það sem það vill. Að við höfum öll frelsi til að gera það sem er best fyrir okkur sjálf – svo framarlega sem gjörðir okkar hafa ekki áhrif á aðra.

En ég kafnaði næstum þegar ég las skömmu fyrir sumarfrí um gjörningalistamanninn Ibi-Pippi Orup Hedegaard, sem hefur verið dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi fyrir skemmdarverk á málverki Jorn. Ibi-Pippi skilgreinir sig sem konu og hefur farið í lagalega kynleiðréttingu...og hefur í kjölfarið lýst yfir vilja til að afplána dóm sinn í kvennafangelsi.

Ibi-Pippi sex barna faðir olli skemmdarverki á málverki Jorn.

Ég er alveg sammála því að Ibi-Pippi hefur lýst því yfir að lagalegu kynjabreytinguna ætti að skilja sem ögrun. Og auðvitað getur þú auðkennt þig eins og þú vilt. En í sumar rann upp fyrir mér ljós og ég sé betur hvernig þetta tiltekna mál beinist að áskorunum lagalegra kynskipta. Og að mál sem þessi brjóti beinlínis gegn réttindum kvenna.

Fékk spurningalista um tíðahvörf kvenna

Leyfðu mér að fara í gegnum nokkrar af þeim áþreifanlegu afleiðingum sem það getur haft þegar líffræðilegur karlmaður sem lítur út eins og karlmaður og er faðir sex barna, skilgreinir sig sem konu og fær því kennitölu konu: Til dæmis fékk listamaðurinn nýlega spurningalista frá Kaupmannahafnarháskóla um tíðahvörf kvenna. Spurningalisti með spurningum sem snúast um fyrri fæðingar, tíðir og einkenni tíðahvarfa.

Í þessu sambandi kaus Ibi-Pippi að tjá sig á Facebook-síðu sinni að hún væri ,,mjög ánægð með að geta lagt sitt af mörkum til vísindanna með þessum hætti," En í alvöru, þá skaðar það réttarstöðu kvenna ef rannsóknir á líffræði þeirra eru mengaðar af svörum frá líffræðilegum körlum.

Að afplána í kvennafangelsi

Og svo er það spurningin um að afplána í kvennafangelsi. Á pappír hljómar það kannski svolítið litríkt og í sum eyru hljómar það ekkert mál. En fyrir mér er það fáránlegt að þú getir jafnvel fengið þá hugmynd að Ibi-Pippi eigi að afplána í kvennafangelsi. Ég vona og trúi því að það muni ekki gerast – því hvað með réttindi kvenna í fangelsi til að afplána ekki með karlmanni?

Ibi-Pippi hefur einnig krafist þess að fá að skipta um föt við hlið kvenna í búningsklefa í sundlaug. Sem betur fer var bent á annan valkost og kvörtun Ibi-Pippi fyrir jafnréttisnefndinni var ekki samþykkt. En það sýnir áskorunina. Við ættum ekki að fara í aðstæður þar sem konur í sundlaugum og íþróttahúsum landsins eigi á hættu að upplifa að við hlið þeirra sé líffræðilegur karlmaður að skipta um föt. 

Ég er viss um að mikill meirihluti Dana horfir undrandi á þegar einstaklingar eða hverfandi litlir hópar minnihlutahópa krefjast slíkrar sérmeðferðar.

En var listamaðurinn einstak tilfelli. Svo er ekki.

Karlar sem keppa við konur

Á alþjóðavettvangi heyrum við sögur af íþróttamönnum, eins og kúluvarpara og sundmanni, sem eru líffræðilegir karlmenn en hafa skipt um kyn og keppa því við konur.

Eins og er hafa efasemdir vaknað um kyn tveggja kvenkyns hnefaleikamanna í tengslum við Ólympíuleikana. Hvað er upp og niður í þeirri umræðu er erfitt að skera úr um. Ef ég yrði útsett fyrir að berjast við manneskju sem er líffræðilegur karlmaður yrði ég reið. Ójöfn samkeppni er ósanngjörn, alger sprengja í kvennaíþróttirnar. Við gætum allt eins lagt kvennaíþróttir niður.

Við sjáum framgang hinnar ýktu ,,woke“ menningar á öðrum sviðum eins og löngun fólks til sérstakra fornafna og vill að það sé ávarpað þannig á samfélagsmiðlum eða í upphafi fundar. Hafi einhver þörf á að tengjast litningasamsetningu sinni á þann hátt þá er það auðvitað í lagi.

En ef satt skal segja, það er ekki eitthvað sem við þurfum öll að lýsa yfir. Fyrir mér er þetta dæmi um hvernig við sem samfélag þurfum að breyta grundvallaratriði til að koma til móts við mjög lítinn minnihlutahóp í hinu heilaga nafni ,,wokeisma.“

„Fólk með typpi"

Og sem jafnréttisráðherra veldur það mér miklum áhyggjum ef við getum ekki lengur talað um konur og karla eða jafnréttisvanda kvenna og karla. Þegar við neyðumst til að segja að það sé ekki lengur kallað „karlar", heldur „fólk með typpi", eins og P3 DR vill að við segjum. Eða þegar við þurfum að segja að það sé „fólk" sem hefur blæðingar, „fólk" sem er ólétt eða „fólk" sem fæðir. Það er algjörlega fáránlegt.

Auðvitað eru það konur sem fara á blæðingar, verða óléttar og fæða!

Það er staðreynd því það eru tvö líffræðileg kyn, burtséð frá hvað manni finnst maður vera eða kynvitund maður hefur. Við erum komin út á hála braut þegar ruglað er saman líffræðilegu kyni og kynvitund og kyntjáningu.

Vinstrisinnaðir gagnrýnendur

Og já, ég veit. Að vinstrisinnaðir gagnrýnendur og aðrir með óhóflegan beygjuhátt og sjálfsréttlátrar inngildingar muni líklega segja mér bara að slaka á. Að ég þurfi að anda, yppa öxlum og að allt muni ganga upp. En ég hef reynt. Og það hverfur ekki.

Reyndar er ég bara að verða sannfærðari og sannfærðari um að við verðum að segja stopp. Og þess vegna skrifa ég þessa grein. 

Ef við sem samfélag lítum framhjá þeirri grundvallarstaðreynd að það eru aðeins tvö líffræðileg kyn, erum við ekki aðeins í yfirvofandi hættu á að lenda á vondum stað. Það sem verra er, svívirðileg umræða um sjálfsmyndarpólitík skyggir á jafnréttisvandann sem er raunverulega til staðar.

Við þetta bætist sú staðreynd að misheppnuð áhersla á sjálfsmyndarpólitísk málefni veikir líka í raun stuðning almennings við baráttu fyrir jafnrétti kynjanna sem þarf áfram að berjast fyrir. Barátta sem snýst um að skapa samfélag þar sem karlar og konur hafa jöfn tækifæri. Á sama tíma eigum við á hættu að skautun blasi við í samfélaginu þar sem samheldni er stefnt í hættu.

Líffræði ræðst af genum

Sem samfélag verðum við að halda í þá staðreynd að trans kona er ekki og verður aldrei líffræðileg kona. Líffræði ræðst af genum. Þú getur ekki breytt því. Þess vegna eru líka takmörk fyrir því hvaða réttindi trans konur og trans karlar eiga að hafa. Að mínu mati ættu líffræðilegir karlar ekki að taka þátt í rannsóknum á líffræði og líkamsbyggingu kvenna, þeir ættu ekki að eiga rétt á að nota búningsklefa kvenna, afplána í kvennafangelsi eða keppa í afreksíþróttum fyrir konur. Sem konu er mér alveg sama hvernig þessir líffræðilegu karlmenn skilgreina sig. En líffræðilegar konur eru þær ekki.

Sem frjálshyggjumaður er það algjört grundvallaratriði fyrir mig að allt fólk geti lifað lífi sínu eins og það vill og verið það sem það vill. Þess vegna virði ég líka fullkomlega þá staðreynd að sumt fólk vill skilgreina sig sem annað kyn. En það er jafn grundvallaratriði fyrir mér að það séu takmörk þar sem tjáningarfrelsi hefur áhrif á frelsi annarra. Þetta gerist einmitt ef trans konur krefjast þess að komið sé fram við þær sem líffræðilegar konur. Og það er einmitt þess vegna sem þörf er á að segja stopp. ,,Wokeismi“ verður að hafa takmörk.

Heimild.

Helga Dögg Sverrisdóttir þýddi.

One Comment on “Tímamótagrein frá jafnréttisráðherra Dana – hefur opnað augu mín fyrir hversu vafasöm kynleiðrétting er”

  1. Transklikkunin getur aðeins gerst í verulega sjúkum heimi. Og fáni Satans er hylltur.

Skildu eftir skilaboð