Jón Magnússon skrifar:
Ríkisstjórnin eða stjórnsýslustofnanir ríkisins hafa aldrei frumkvæði að því að segja satt og rétt frá varðandi hælisleitendur, fjölda þeirra og kostnað vegna þeirra.
Bergþóri Ólafssyni þingmanni Miðflokksins tókst með fyrirspurn til Gumðundar Inga ráðherra að ná fram upplýsingum um að kostnaður við húsnæðisúrræði hælisleitenda næmu um 5 milljörðum króna á ári.
Þetta er bara hluti kostnaðar vegna hælisleitenda. Ótalinn er allur annar kostnaður sem nemur vafalaust hærri upphæð fyrir að fæða og klæða hælisleitendurna og veita þeim læknisaðstoð og aðra þjónustu ókeypis.
Af hverju á erlendur heimshornalýður sem hingað kemur að fá allt ókeypis og fá þjónustu sem stór hluti landsmanna verður að neita sér um af því að Íslendingarnir hafa ekki efni á því sem hælisleitendurnir fá frítt.
Hvernig gat íslensku stjórnmálastéttinni dottið það í hug, að við gætum verið hótel fyrir allan heiminn á okkar kostnað vegna þess að við borgum hóteldvölina fyrir þá sem hingað koma yfir 90% af upplognum ástæðum. Er ekki kominn tími til að loka hótelinu og hugsa um okkar minnstu bræður í stað vandalausra?
Það væri svo til að kóróna fáránleikann að dómsmálaráðherra viki Helga Magnúsi Gunnarssyni úr stöðu sinni sem vararíkissaksóknara fyrir það eitt að segja sannleikann um málið.