Kynjuð og kynlaus klósett

frettinInnlent, Jón Magnússon4 Comments

Jón Magnússon skrifar:

Ofurdugnaður umhverfis- orku- og loftslagsráðherra lætur ekki að sér hæða. Nú hefur hann ungað út reglugerð um kynlaus klósett. Í 19.gr. umræddrar reglugerðar segir m.a.

"Þar sem snyrtingar kvenna og karla eru aðskildar skal einnig vera til staðar kynlaus snyrting"

Hvað er kynlaus snyrting? Þegar ég fer á snyrtinguna þá er sú hugsun fjarri mér að klósettið sé eitthvað annað en kynlaust og kynhlutlaust og því sé sama hvort karl, kona eða svo notuð séu bullheitinn kvár og hán  nýti þau.

Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata lýsti miklum geðhrifum og ánægju með að baráttumál hans um kynlaus klósett séu komin til að vera. Að vonum að Pírati tæki einn undir bullið í klósettmálaráðherra Íhaldsins.

Eigendur almenningssalerna eiga þann kost vænstan að hætta að kynjamerkja klósett. Réttindi kvenna líða fyrir það og þeim búin aukin hætta. En Woke mála fólki skiptir það engu. Fróðlegt verður að heyra umsagnir kvennfélaga um þetta mál. Geðhrif þeirra f.h. kynsystra sinna verða e.t.v. minni en Andrésar Inga og þegar upp er staðið muni það nánast eingöngu vera opinberir aðilar sem telja sig þurfa að svara þessu kalli með hundraða milljóna kostnaði. En um það er ekki spurt þegar fullnusta þarf ruglandann í samfélaginu.

Afleiðing þessa fádæma framtaks Íhalddsráðherrans verður að konur þurfa að sætta sig við útpissaðar setur þegar þær í brýnni þörf ætla að nýta sér þjónustu kynjaðra klósetta á meðan þau kynlausu standa auð vegna þess að notendurnir 73 eru ekki á staðnum og verða aldrei. 

Ykkar klósettskál Guðlaugur Þór og Andrés Ingi.

4 Comments on “Kynjuð og kynlaus klósett”

  1. Maður á ekki til orð, er þetta fólk virkilega að starfa á alþingi? Það er engin kynlaus, þetta er það mikið öfgalið að það hefur tapað allri tengingu við raunveruleikann.

  2. Fólk sem heimtar svona sér w.c á að standa undir öllum kostnaði og viðhaldi þeirra. Er ekki nóg af almannafé búið að fara í að hjálpa þessu kyn-blinda liði í gegnum síðustu 25 árin ?

  3. Jón Magnússon, hér er ég algjörlega sammála þér!
    Vitleysan á Íslandi á sér engin takmörk!

    Hann Gulli floksbróðir þinn er náttúrulega ekkert annað enn fáviti, það væri best að fara með súrefnisþjófinn upp á hálendið og tjóðra hann við einhverja af þessum vindmillum hans, það væri sennilega eina hagkvæmin sem vindmillurnar myndu færa okkur!

Skildu eftir skilaboð