Búið er að koma á fót undirskriftalista á island.is til stuðnings Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara, þar sem ríkissaksóknari hefur óskað eftir því að hann verði leystur af störfum vegna kæru frá Semu Erlu og félaginu Solaris.
„Við undirrituð skorum á dómsmálaráðherra að hafna erindi Sigríðar J Friðjónsdóttur ríkissaksóknara um að veita Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara lausn um stundarsakir,“segir í undirskriftalistanum sem ber heitir „Styðjum vararíkissaksóknara!“
Yfir fimmþúsund manns hafa þegar skrifað undir listann.
Björn Davíðsson er ábyrgðarmaður fyrir undirskriftalistanum. Hann er bernskuvinur Helga og segist blöskra framgang ríkissaksóknara og segir hana beita Helga þöggun með valdi.
Hægt er að skrifa undir listann hér.