Jón Magnússon skrifar:
Vinstra háskólasamfélagið tók upp ný baráttumál eftir fall Sovétríkjanna og ósigur sósíalískrar skipulagshyggju. Það tók þá upp baráttu gegn rasisma, karllægum gildum, fóbíum (loftslagsfóbía/Íslamfóbía o.s.frv.)á eigin forsendum óháð því þó sú innræting stangaðist á við veruleikann eða ekki. Allt var það á forsendum stjórnmálalegrar samkvæmni (SS) þar sem hóphyggjan var sett í öndvegi.
Hóphyggja vinstra háskólasamfélagsins er umburðarlaus og leyfir ekki aðrar skoðanir. Einstaklingurinn verður að lúta hópnum eða fara. Þú samþykkir hamfarahlýnun eða burt með þig sama ef þú samþykkir ekki að kynin séu margir tugir og aðgerðir í Kóvíd hafi verið réttar.
Saga og umfjöllun um orðið „kyn“ er dæmi um sigur vinstri mennskunar. Orðið var upphaflega notað um karl og konu og mismun á þeim. Vinstra háskólaspekin hafnaði þessu og heldur því fram, að kyn sé eitthvað sem þú ert ekki fæddur með heldur sé troðið upp á þig af karlaveldinu til að viðhalda kynbundinni mismunun.
Frá þessum hugmyndafræðilegu rökum, sem eru andstæð líffræðilegum staðreyndum, var stutt í að halda því fram að „kyn“ væri eitthvað valkvætt og merking orðsins fljótandi og að hluta til óeiginlegt. Vinsti háskólaelítan fór þá að halda því fram, að orðin hann og hún séu kyngreind og því slæm og betra sé að nota t.d. orðin „hán“ og „kvár“.
Barátta vinstri elítunar snýst síðan um, að allir skólar, stofnanir og veitingastaðir hafi "kynlaus"klósett auk þess þurfi að breyta tungumálinu í kynhlutlaust mál. Til að byrja með hló fólk sig máttlaust af þessu bulli, en stjórnmálamennina brast kjark til að standa gegn bullinu og stofnanir ríkisins tóku upp nýtt tungutak vinstri hugmyndafræðinar varðandi orðið „kyn“.
Hægri sinnaðir stjórnmálamenn létu hjá líða að andæfa gegn kynjaruglinu. Það var þó hátíð á við það að æðstu prelátar þjóðkirkjunar með biskupa hennar í fararbroddi samsamaði sig trans hugmyndafræðinni um að fólk væri fætt í röngum líkama og hafnaði þá um leið að við værum sköpunarverk Guðs almáttugs.
Innan við 200 manns eru skráðir í transsamfélagið. Samt er krafa vinstra samfélagsins um kynræna breytingu á tungumálinu, kynræn klósett og síðast en ekki síst að kynfræðsla í skólum skuli vera á forsendum trans hugmyndafræðinnar.
Það er löngu komin tími til þess að vitiborið fólk láti í sér heyra og mótmæli þessari rugluðu háskólaspeki og krefjist þess að samfélaginu sé stjórnað í samræmi við almenna skynsemi.
Óneitanlega veltir maður fyrir sér fullkominni hugmyndafræðilegri uppgjöf Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn samþykkti bullfrumvarpið um kynrænt sjálfræði, hefur ekki andæft í neinu misþyrmingu á íslenskri tungu á grundvelli kynhlutleysis og kórónar nú hugmyndafræðilega eymd sína og volæði og uppgjöf gagnvart vinstri hugmyndafræðinni með því að krefjast þess að borgarar þessa lands skuli skyldaðir til að koma upp kynlausum klósettum vítt og breitt um landið.
Hvað næst?
9 Comments on “Berjumst gegn vinstri háskólaspekinni”
Sjálfstæðisflokkurinn er orðin vinstri-sinnaður WOKE flokkur. Og mun fá rassskellingu í næstu kosningum. Mun einhver stjórnmálaflokkur bjóða upp á heilbrigða skynsemi og baráttu gegn vinstri klikkhausunum?
Enn Brynjolfur, hvað ætlar þú að kjósa í staðinn?
Það er búið að fara hringinn í pólitíska landslaginu frá hruni aðeins Pírataruslið er eftir sem eru sauðir og vita gagnslausir ónýtjungar upp til hópa?
Það þarf að losna við ALLT pólitíska landslagið á Íslandi á einu bretti og það verður einungis gert með sóðalegu valdaráni.
Flokkur Fólksins og Miðflokkurinn er okkar besta von.
Ágúst, ég ætla að vona að þú sért að grínast 🙂
Grenjandi Inga Sæhland sem hefur ekki gert neitt af viti eða NATO lowerinn hann Sigmundur, nei takk!
Allt sama draslið!
Já, Ari, ég er sammála þér, staðan er skelfileg.
Ari, Inga Sæland og Flokkur Fólksins hefur aldrei verið í ríkisstjórn þannig erfitt að dæma fyrirfram og hún hefur alveg sagt sumt af viti. Ég held að Sigmundur og Miðflokkurinn er nefnilega alls ekki NATO lowerinn (meinarðu þá lover)? þvert á móti er NATO vinstri woke stefnu bandalag í dag og Sigmundur er alls ekki þar.
Hvort þetta er allt sama draslið það verður bara að koma í ljós með framkvæmd eða framkvæmdarleysi. 🙂
Ágúst, það er rétt hjá þér að það áttiað vera loverinn enn ekki lowerinn 😉
Ég veit ekki betur enn að hann Sigmundur hafi farið fyrir nefnd til Finlands þegar þeir voru teknir inn í árásarbandalagið NATO?
Inga Sæhland hefur aðeins unnið að sér það til frægðar að vinna að því að rústa atvinnugreinum og hún er algjörlega hreinræktaður vita gagnslaus woke glópalisti ég vil ekki sjá svoleiðist fólk við stjórn, ALDREI.
Eitt annað skal hafa í huga sem undirstrikar að ALLT þetta lið er vita gagnslaust og í rauninni stórhættulegt er það að þessi hópur hefur ALLUR staðið með BNA, NATO og Úkraínsku nasistunum, þetta lið sat skjælbrosandi þegar þeir létu stríðsglæpa og spillingar óþverrann hann Volodymyr Zelenskyy tala á alþingi íslendinga, þetta lið á ALLT að fá reisupassann og í rauninni vera dæmt fyrir landráð.
Ísland er sennilega á þeim versta stað í Evrópu þegar kemur að orðinum skynsemi, þessi þjóð kann bara að fylgja og láta stýra sér af öðrum (BNA) sem sagt hér er allt keyrt áfram á heimskunni einni saman.
Stóru áróðurs-fjölmiðlarnir eru lýsandi dæmi um þá heimsku sem er alið á Íslandi þar sem búið er að gera til dæmis athygglissjúklinga að starfsgrein!
Ari, Já ég er sammála þér að það er ósanngjarnt að draga íslenskan almenning inn í þetta stríðs ástand út í heimi og gera okkur að óvina ríki við stórveldið Rússland sem hefur ekki gert Íslandi neitt illt og varpa síðan áróðurs ólígarkanum Zelensky upp á skjá í alþingi íslands er algjörlega til skammar. Þetta er alveg hrikalega slæm vinnubrögð. En núverandi ríkisstjórn ber ábyrgði á þessu rugli.
Ég þekki ekki til þess að Inga og Sigmundur hafa einhvern áhuga á þessu og styðja þetta rugl eitthvað áberandi. Ég veit að Sigmundur hefur farið í viðtal hjá Nigel Farage sem er ekki vinur ESB/NATO. Ég hef líka almennt heyrt í Ingu að tala fyrir þeim sem raunverulega minnst mega sín í samfélaginu aldraðir og öryrkjar.
Mér finnst Sigmundur vera mesti þjóðernisinni inn á þingi og mér líkar það Þannig ég held að þau eru bestu kostirnir fyrir Ísland í dag. 🙂
Ágúst, ég er sammála þér með Sigmund, hann er einn af skárri mönnunum á alþingi, hann þarf reyndar ekki að gera mikið til að uppfylla það, enn ég veit að hann fór fyrir einhverri semdinefnd á vegum NATO á sínum tíma þegar kaninn ákvað að taka yfir enn eitt landið í Evrópu með því að ráðast hljóðlega inn í Finland.
Það er til full af fólki sem vill gera vel fyrir þá sem minna mega sín í samfélaginu, Inga Sæhland er langt frá því að vera rétta manneskjan til að stýra því á sama tíma og hún grénjar yfir hvalveiðum og blóðbændum, manneskjan er ekkert annað enn kjáni.