Lokað hefur verið fyrir svokallaða suðuræð á höfuðborgarsvæðinu, þetta var gert klukkan tíu í kvöld, þetta er langstærsta aðgerð sem Veitur hafa ráðist í.
Það þýðir að heitavatnslaust er hjá um þriðjungi þjóðarinnar; í Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanesi, nær öllum Kópavogi, Norðlingaholti, Breiðholti, Almannadal og Hólmsheiði.
Heitavatnslaust verður hádegis á miðvikudag í það minnsta og er fólk hvatt til þess að kynna sér vel leiðbeiningar á vef Veitna um hvernig bera eigi sig að í heitavatnsleysi, meðal annars til þess að forða tjóni.
Rúv greinir frá.