Vitringarnir þrír seldu upp á mettíma í morgun

frettinInnlent, TónlistLeave a Comment

Það vakti mikla athygli þegar jólaauglýsing með þeim Friðriki Ómari, Eyþóri Inga og Jógvan Hansen birtist í kosningasjónvarpinu þann 1. júní sl. á Rúv en þeir kalla sig Vitringana þrjá og munu stíga saman á svið í desember í Hörpu og Hofi.

Það seldist upp á allar fyrirhugaðar sýningar á mettíma í morgun en þeir félagar hafa nú bætt við fleiri sýningum vegna gríðarlegrar eftirspurnar.

„Maður rennur náttúrulega alltaf blint í "showin" þegar maður startar nýju verkefni en við höfðum trú á þessu strax í upphafi. Svo þarf bara dass af kjarki þor og kýla svo á það. Við ætlum að færa ykkur grín, grúv og gæsahúð” - segir Eyþór Ingi kátur í bragði.

„Jólamarkaðurinn þegar það kemur að tónleikum hefur verið að breytast sl. ár og okkur fannst við geta sett saman hina fullkomnu skemmtun fyrir alla í desember. Við ætlum að skemmta fólki.” segir Jógvan Hansen.

„Mig langaði til að breyta til eftir jólatörnina mína í fyrra en ég hef verið með jólatónleika frá árinu 2015 sem heita „Heima um jólin.”

Það var frábært ævintýri en mér fannst tími til komin að skipta um gír. Það lá í augum uppi fyrir mér að hefja samstarf við Eyþór og Jógvan. 

Við erum vinir og það verður gaman að deila þessum tíma og þessari upplifun með þeim.” - segir Friðrik Ómar.

Aukasýningar er komnar í sölu bæði í Hörpu og Hofi og stendur forsalan yfir til miðnættis í kvöld á www.vitringarnir3.is 

Skildu eftir skilaboð