Borgarfulltrúi lagði inn fyrirspurnir í borgarráð vegna Loftkastalamálsins: „Alvarleg mistök voru gerð“

frettinInnlentLeave a Comment

Alvarleg mistök voru gerð þegar Reykjavíkurborg hunsaði að fylgja skilyrðum framkvæmdaleyfis og hafði ekki samráð um sveigjanleika með m.a. aðkomu og innkeyrslur í útgefnu framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð og fleira í Gufunesi. Þetta segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins á facebook:

„Margir hafa heyrt af Loftkastalamálinu og hvernig farið hefur verið með eigendur hans. Ég ákvað að leggja inn nokkrar fyrirspurnir í því sambandi í borgarráði í gær og vonast hún innilega til að þetta verði ekki málið endalausa,“ skrifar Kolbrún.

Fyrirspurnin er svohljóðandi:

Fyrirspurnir um stöðuna á Loftkastalamálinu

Fulltrúi Flokks fólksins spyr hver staðan er á máli Loftkastalans, lóðirnar Gufunesvegur 34. Þengilsbás 1 sem skipt var í tvennt en borgarfulltrúar fá reglulega skeyti frá hagaðilum þar sem fram kemur ýmist að upplýsingum sé haldið frá eigendum eða staðfestar leiðréttingar sem þeim hefur verið lofað að verði gerðar eru hunsaðar. Lögfræðingar skipulags hafa staðfest í tölvupósti sem fulltrúi Flokks fólksins hefur séð að þeir ætli ekki að afhenda þau gögn sem gefa upp hver beri ábyrgð á röngum mælingum í Gufunesi.

Er búið að kanna stjórnsýslu Loftkastalamálsins ofan í kjölinn t.d. hlut borgarlögmanns en staðfest hefur verið að borgarstjóri óskaði eftir að hann kafaði ofan í stjórnsýslu málsins frá upphafi þess og taki þá að sjálfsögðu mið af þeim ábendingum sem hafa komið frá forsvarsmönnum Loftkastalans?

Spurt er hvort öll gögn í Loftkastalamálinu séu upp á borði og aðgengileg borgarfulltrúum og er hér með vísað m.a. til gagna sem sýna útfærslu á deiliskipulagi sem ber að gera skv. skipulagsreglugerð, afstöðu gatna og jarðvegs við gólfhæð 1. hæðar húsa, hæð landslags á lóðum og fleira?

Greinargerð

Alvarleg mistök voru gerð þegar Reykjavíkurborg hunsaði að fylgja skilyrðum framkvæmdaleyfis og hafði ekki samráð um sveigjanleika með m.a. aðkomu og innkeyrslur í útgefnu framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð og fl. í Gufunesi. Gefið var út framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð í Gufunesi sem ekki fellur að þeim húsum sem fyrir eru í Gufunesi og sem hindrar nýtingu húsa Loftkastalans þrátt fyrir að annað hafi verið haldið fram í bréfum frá Reykjavíkurborg til Úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála. Vandinn snýr að því að ekki er búið að tryggja aðkomur og innkeyrslurétt að Gufunesvegi 34. Reykjavíkurborg fór í landslagsbreytingar gegn hagsmunum lóðarhafa og húseiganda sem gerir það að verkum að gólf núverandi húsa eru komin niðurfyrir jarðveg sem skapar hættu á vatnstjónum.

Málið hefur dregið dilk á eftir sér og sú hola sem meirihlutinn, sá síðasti og núverandi ásamt skipulagsyfirvöldum gróf sér hefur gert fátt annað en að dýpka. Mikið hefur borið af leið. Nú situr borgarbúi uppi með skertar eignir vegna samskipta- og samráðsleysis, með þessu hefur Reykjavíkurborg komið í veg fyrir uppbyggingu 23 íbúða og valdið skerðingu á rekstri 2ja fyrirtækja í 5 ár. Fulltrúi Flokks fólksins óskaði upplýsinga um málið í febrúar 2022 og var staðan þá orðin óásættanleg. Óskað er eftir upplýsingum um stöðu mála nú og hvað Reykjavíkurborg hefur gert eða boðið eigendum til að ljúka málinu. Það er ekki hagur neins að það mál sem hér um ræðir verði eilífðarmál. Flokkur fólksins kallar eftir lúkningu og að eigendum verði bættur upp sá skaði sem Reykjavíkurborg hefur valdið þeim með sanngjörnum hætti.

Málið er orðið margslungið og ekkert lát hefur verið á valdníðslu borgarinnar gagnvart eigendum Loftkastalans. Síðasta tilraun eigenda Loftkastalans árið 2022 til að ná einhverri lendingu í þessu máli, þar sem málið var þæft fram og til baka milli starfsmann Reykjavíkurborgar og útkoman var einhver lækkun á götum en allt látið halla að húsum Loftkastalans en á milli húsanna var leiðbeinandi hæð 20 cm hærri en gólf núverandi húsa.

Þrátt fyrir ákall eigenda um að fá heildar lausn á málið þá var vilji borgarinnar enginn. Tillaga að lækkun í kringum hús Loftkastalans barst 18 nóvember 2022, þremur dögum eftir að fyrsti gjalddagi af byggingaréttargjöldum var sem eigendur neita að greiða á meðan varna er ónothæf, staðan í dag er sú að Reykjavíkurborg getur aldrei afhent óskerta vöru nema með miklum lagfæringum. Á eigendum hefur Reykjavíkurborg brotið í fimm ára og látið sem það sé verið að vinna í málinu. Það er kominn tími til þótt fyrr hefur verið að Reykjavíkurborg sjái sóma sinn í að viðurkenna mistök sín í þessu máli og ná lendingu við eigendur sem þeir geta sætt sig við eftir fimm ára þrautargöngu.

Skildu eftir skilaboð