Verðbólga, DNA og krónan

frettinInnlent, Páll Vilhjálmsson1 Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Seljandi vöru og þjónustu hækkar verðið í trausti þess að kaupendur kippi ekki að sér höndunum. Kaupendur, sem hafa ekkert að selja nema vinnuaflið, hækka launataxta til móts við verðlagshækkun. Með verkföllum ef ekki vill betur.

Fyrirkomulagið, sem lýst er hér að ofan, kallast víxlhækkun og var við lýði á Íslandi öll lýðveldisárin og fram að þjóðarsáttinni 1990. Víxlhækkun verðlags og launa er í erfðamengi íslenska vinnumarkaðarins, eins og Sigurður Ingi fjármálaráðherra vakti athygli á og fékk bágt fyrir, einkum frá vinstrimönnum.

Þjóðarsáttin 1990 þurrkaði ekki upp verðbólguerfðamengið, það tekur tíma. 34 ár eru ekki langur tíma í hagsögunni.

Heimska er ríkari erfðaþáttur í samfélaginu en verðbólga. Viðreisn og margir í Samfylkingu vilja skipta út íslensku krónunni til að ná niður verðbólgu. Skipta út víxlhækkun verðlags og launa fyrir víxlhækkun launa og atvinnuleysis.

Hér neðar má sjá klippu af ummælum fjármálaráðherra:

One Comment on “Verðbólga, DNA og krónan”

  1. Páll, ég trúi því ekki að þú hafir ekki áttað þig skaðanum sem þessi örgjaldmiðill er búin að valda samfélaginu á Íslandi frá lýðveldisstofnun gengið er búið að vera í frjálsu falli alla tíð?

    Það vitlausasta í öllu þessu er að við þurfum ekki að skipta krónunni út, það þarf bara að tengja hana við annan stóran gjaldmiðil.

    Okkar stærsta vandamál er heimska, græðgi og spilling. Þessir þrír þættir stjórna öllu í samfélaginu.
    Það skiptir engu máli hvort um er að ræða Samfylkinguna, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkinn eða allt hitt ruslið, stjórnmálakerfið á Íslandi er rúmlega rotið sem er stærsta vandamálið. það þarf að sópa öllu þessu drasli í burtu. Ég hef alltaf sagt að það ætti að leggja flokkakerfin niður, þau eru afsprengja spillingar sem þjónar bara þeim sem styðja við viðkomandi framboð með peningum. síðan spretta upp á milli flokkar keyrðir áfram af öfgum sem þjóna engu í íslensku samfélagi sem hafa það að markmiði að ráðast á atvinnugreinar og lífsviðurværi þeirra sem búa fyrir í landinu með fjölda innfluttningi á fólki utan úr ólíkum menningarsamfélögum.

Skildu eftir skilaboð