Ferðamaðurinn sem lést á Breiðamerkurjökli var bandarískur

frettinInnlent2 Comments

Ferðamaðurinn sem lést þegar íshella hrundi á Breiðamerkurjökli var bandarískur karlmaður, hann var í hópferð upp á jökul, BBC greinir frá.

Kona mannsins sem er ófrísk slasaðist en hún var flutt á sjúkrahús og er hún ekki í lífshættu, barnið sakaði ekki.

Lögreglan taldi upphaflega að 25 manns væru á ferð og að tveir úr hópnum væru fastir undir ísnum. Björgunarmenn eyddu mestum degi í leit en hættu aðgerðum, eftir að þeir höfðu hreinsað ísinn fundu þeir engan, þá kom í ljós að aðeins 23 manns voru á listanum, og því um mistök leiðsögumannsins að ræða.

Fréttin sendir innilegar samúðarkveðjur til aðstandenda.

2 Comments on “Ferðamaðurinn sem lést á Breiðamerkurjökli var bandarískur”

  1. Það er hreint með ólíkindum að ferðafyrirtækið sem stóð fyrir þessu skuli ekki sæta abyrgð!
    Það lítur út fyrir það að þeir hafi ekki einu sinni verið með fjöldann á hreinu sem kostaði nokkra daga fyrir björgunasveitirnar í leit.

    Þessir aðilar eiga að fá þungan dóm.

  2. Þekki íslenskan leiðsögumann sem er að fara í ferðir með ferðamenn í þessa hella .. Þeirra ferðir byrja í October. Þeir fara ekki í þessar ferðir á sumrin þegar þeir mesta hættan er að þeir brotna eins og raun ber vitni.

Skildu eftir skilaboð