Um að gera að rannsaka

frettinCovid bóluefni, Geir Ágústsson, RannsóknLeave a Comment

Geir Ágústsson skrifar:

Tilraunir eru hafnar með nýtt bóluefni gegn lungnakrabbameini. Bóluefnið byggist á svonefndri mRNA-tækni, þeirri sömu og notuð var til að útbúa bóluefni gegn covid-19-veirunni, sem kennir ónæmiskerfi líkamans að ráðast á krabbameinsfrumur og hindra að þær myndist á ný, eða það er kenningin. Þessi mRNA-tækni hefur velkst um í læknasamfélaginu í áratugi, talin lofa góðu í einhverju samhengi og geta mögulega orðið að næstu meiriháttar byltingu í forvörnum og lækningum á erfiðum sjúkdómum.

Vandamálið hefur bara verið alveg hrikalegar aukaverkanir og jafnvel dauðsföll í tilraunum í gegnum mörg ár.

Þetta vandamál hafði ekki verið leyst árið 2020. Engu að síður var farið út í stórfellda framleiðslu á mRNA-efnum og almenningur sannfærður um að þau væru örugg, sem þau voru ekki og eru ekki. Þau hafa reynst lækning verri en sjúkdómurinn og dauðsföll í kjölfar sprauta eru ennþá að hrannast upp. 

Þar með er ekki sagt að tæknina eigi ekki að rannsaka áfram. Það á að gera í tilraunum á dýrum og á mönnum eftir að kostir og gallar, möguleikar og áhættur, hafa verið rækilega útskýrðar. Oft er fólk langt leitt af sjúkdómi og engin hefðbundin úrræði í boði sem duga. Auðvitað á að leyfa slíkum sjúklingum að „taka áhættuna“. Ég á vin sem hefur haft gagn af slíku eftir að hafa hamast á hurðarhúninum hjá Lyfjastofnun til að fá undanþágur frá regluverkinu.

Á slíku og því að smala almenningi blindandi í sprautuhallir er grundvallarmunur. 

Í dag er mRNA-tæknin ekki orðin nógu góð og jafnvel stórhættuleg. En rannsóknir eiga auðvitað að fá að halda áfram. Þá meina ég vísindarannsóknir. Ekki rannsóknir í heilaþvætti á mannkyninu til að halda uppi hlutabréfaverið lyfjafyrirtækjanna.

Skildu eftir skilaboð