Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:
Í Melbourne héldu konur útisamkomu til að tala um kvennamál. Samkomurnar eru alltaf friðsamlegar af þeirra hálfu. Það er ekkert launungarmál að þessar konur segja trans-konur ekki konur, heldur karlmenn því það er þeirra líffræðilega kyn.
Trans-aðgerðasinnum er mjög illa við að konur komi saman og ræði málefni er varðar konur. Á annað hundrað aðgerðasinnar mættu til að skemma fund kvennanna. Þeir köstuðu eggjum og vatnsblöðrum að konunum.
Lögreglan sýndi þeim enga miskunn, enda á ekki að gera það. Löggan bjó til varnarvegg fyrir konurnar og sumir lögreglumannanna notuðu hesta. Það hefur ekki alltaf verið svo, löggan hefur stundum látið hjá líða að aðstoða konurnar þó aðgerðasinnarnir hafi sýnt ofbeldishegðun. Kannski er það af því sumir í lögregluliðinu eru vókismar.
Konurnar eru kallaðar TERF. Hér má sjá stutt fræðslumyndband um hvað TERF þýðir.
Aðgerðasinnar sýndu puttann. Þeir voru með skilti máli sínu til stuðnings. Þeir vilja kalla karlmenn, sem skilgreina sig sem konur, kvenmenn. Það breytir ekki staðreyndum, líffræðilegur karlmaður getur ekki verið kona.
Eftir situr, af hverju eru aðgerðasinnar svona árásargjarnir, dónalegir og vilja ekki leyfa konum að ræða sín mál. AF HVERJU? Kann einhver skýringu á því?