Ísraelska leyniþjónustan náði að bjarga ísraelskum-araba sem haldið var í gíslingu Hamas hryðjuverkasamtakanna, honum var rænt í árásinni á Ísrael þann 7. október síðastliðinn.
Kaid Farhan Elkadi, 52, 11 barna faðir og eiginmaður var bjargað í „flókinni aðgerð“ úr neðanjarðargöngum á Gaza af ísraelska varnarliðinu og leyniþjónustunni Shin Bet, samkvæmt yfirlýsingu.
Ekki var hægt að birta frekari upplýsingar um staðsetningu „vegna öryggis gísla okkar, öryggi hersveita okkar og þjóðaröryggis“, segir í yfirlýsingunni..
Elkadi er áttundi gíslinn sem ísraelskir hermenn hafa bjargað frá því stríðið hófst á Gaza. Ástand hans er stöðugt á sjúkrahúsi þar sem hann er í skoðun.
Eins og sjá má á myndbandinu hér neðar þá er faðirinn hrærður og feginn að vera laus úr prísundinni, má sjá hann faðma ungann son sinn sem hann hefur ekki séð í bráðum 11 mánuði.
BBC greinir frá: