Elon Musk sendir viðvörun til Bandaríkjamanna eftir bann Brasilíu á X

frettinRitskoðun, SamfélagsmiðlarLeave a Comment

Elon Musk hefur sent viðvörun til Bandaríkjamanna eftir að róttækur brasilíski hæstaréttardómari Alexandre de Moraes settil bann samfélagsmiðilinn X í Brasilíu.

Brasilíski hæstaréttardómarinn segist vera að banna X, vegna þess að Elon Musk neitaði að útnefna löglegan fulltrúa miðilsins í landinu.

Global Affairs á  X tjáði sig um málið á fimmtudagskvöldið:

„Bráðum gerum við ráð fyrir að Alexandre de Moraes dómari muni fyrirskipa að X verði lokað í Brasilíu – einfaldlega vegna þess að við munum ekki verða við ólöglegum skipunum hans um að ritskoða pólitíska andstæðinga sína. Meðal þessara óvina er 16 ára öldungadeildarþingmaður.

Þegar við reyndum að verja okkur fyrir rétti hótaði dómarinn, brasilíska lögfræðingnum okkar fangelsisvist. Og eftir að hún sagði af sér frysti hann alla bankareikninga hennar. Áskorunum okkar gegn ólöglegum aðgerðum dómarans var annað hvort vísað frá eða hunsað. Samstarfsmenn de Moraes dómara við Hæstarétt eru annaðhvort óviljugir eða ófærir um að standa í lappirnar,“ segir Global Affairs:

Síðdegis á föstudag var X svo bannað í Brasilíu.

„Elon Musk sýnir algjört virðingarleysi fyrir fullveldi Brasilíu og sérstaklega dómskerfinu, og setti sig upp sem sannan yfirþjóðlegan einstakling sem er ónæmur fyrir lögum hvers lands,“ skrifaði dómarinn Alexandre de Moraes í úrskurði sínum

„Dómstóllinn sagði að vettvangurinn yrði stöðvaður þar til hann uppfyllir skipanir hans og einnig þarf X að lúta dagsektum upp á 50.000 reais ($8.900) fyrir fólk eða fyrirtæki sem nota VPN til að fá aðgang að miðlinum. – AP greindi frá.

Elon Musk gagnrýndi hæstaréttardómara Brasilíu og kallaði hann „illan einræðisherra“:

Musk varar við því að málfrelsi verði líklega þurrkað út ef Kamala Harris „stelur“ kosningunum 2024.

„Ritskoðun er örugg ef Demókratar vinna,“ sagði Elon Musk í svar sínu við X notanda sem hélt því fram að það „kæmi ekki á óvart að sjá X bannað í Bandaríkjunum ef demókratar komast aftur til valda:

Kamala Harris og Tim Walz hafa ítrekað ráðist á málfrelsi.

Frægt er þegar Tim Walz sagði: „Það er engin trygging fyrir tjáningarfrelsi um rangar upplýsingar eða hatursorðræðu og sérstaklega í kringum lýðræðið okkar.“

Hér má sjá Kamölu Harris og Demókrata tala fyrir skerðingu á málfrelsi:

„Tjáningarfrelsi er undir stórfelldri árás um allan heim,“ segir Elon Musk:

Skildu eftir skilaboð