Börn og unglingar myrtu áttræðan mann sem var á göngu með hundinn sinn

frettinInnlendarLeave a Comment

Bhim Kohli, áttræður afi varð fyrir alvarlegri líkamsárás í almenningsgarði í útjaðri Leicester.

Lögreglan í Leicestershire segir að 14 ára drengur sé enn í haldi lögreglu eftir árásina á manninn í Franklin Park, Braunstone Town, fjórum af fimm börnunum sem réðust á manninn, var sleppt án frekari aðgerða að sögn lögreglufulltrúanna sem sjá um morðrannsóknina.

Hinn 80 ára gamli maður og afi, var að viðra hundinn sinn um kvöldmatarleitið, þegar að börnin réðust skyndilega að manninum og gengu í skrokk á honum. Maðurinn hlaut alvarlega höfuðáverka og lést af sárum sínum á sjúkrahúsi.

Lögreglan í Leicestershire segir að morðrannsókn sé hafin og að drengur og stúlka, bæði 14 ára, og tvær stúlkur og drengur, öll 12 ára, hefðu verið handtekin.

Sveitin sagði síðar að 14 ára drengur væri enn í haldi lögreglu en hinum fjórum hefur verið sleppt án frekari aðgerða.

Árásin átti sér stað nálægt innganginum að Franklin Park í Bramble Way um klukkan 18:30 á sunnudag.

Sky news greinir frá.

Skildu eftir skilaboð