Blaðamennska: Ekkert að sjá hér

frettinGeir Ágústsson, PistlarLeave a Comment

Geir Ágústsson skrifar:

Ég horfi stundum á The Rubin Report á Rumble. Stjórnandinn, David Ruben, rankaði við sér úr meginstraumsrotinu fyrir ekki mörgum árum síðan og hefur bara orðið beittari fyrir vikið, og þættir hans eru bæði skemmtilegir og upplýsandi.

Hann sagði svolítið í seinasta þætti sem sló mig og ég held að sé hárrétt greining á fjölmiðlalandslaginu:

Það að fjölmiðlar séu að segja þér að þarna sé nákvæmlega ekkert að sjá gefur í sjálfu sér til kynna að það sé eitthvað að sjá:

The fact that the media is telling you that there is absolutely nothing to see there, that in and on itself implies that there is something to see.

Þetta má orða öðruvísi:

Þegar fjölmiðlar velja að fjalla ekki um eitthvað, eða leggjast allir á eitt að segja að það sé ekkert að frétta, þá er eitthvað mikið að frétta sem þarf að þagga niður í.

Þessi orð minna mig á önnur orð frá sagnfræðingnum og hlaðvarpsstjórnandanum Tom Woods, sem sagði fyrir mörgum árum:

Allir sem meginstraumsstefið hatar ætla ég að minnsta kosti að láta njóta vafans:

Anyone the establishment hates, I´m at least going to give him the benefit of the doubt to.

Auðvitað þarf ekki að velkjast í vafa um að sumir eigi vissulega skilið andúð og andmæli og jafnvel fordæmingu, en þegar kemur að meðferð sögunnar á sumum einstaklingum þá er stundum við hæfi að efast um sanngirni þeirra sem skrifa sögubækurnar og þeirra sem borguðu fyrir þau skrif.

Hvað um það. Skilaboð mín eru einfaldlega þau að efast og gagnrýna. Það getur tekið tíma, en er verðlaunandi. Þeir sem gerðu slíkt á veirutímum geta verið stoltir af sér. Þeir sem efast í dag þegar okkur er sagt hvaða stríð við eigum að hafa afstöðu til (og eigum að fjármagna) og hvaða stríð eru bara skylmingar nágranna í fjarlægum heimshornum eiga að halda sínu striki. Og þegar ráðherrar eru að hefja kosningavetur er óhætt að vantreysta öllu til að byrja með og endurskoða svo þá afstöðu ef eitthvað breytist.

Skildu eftir skilaboð