Barnamálaráðstefna laugardaginn 19. október

frettinHelga Dögg Sverrisdóttir, Innlent, RáðstefnaLeave a Comment

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:

Nokkrir einstaklingar hafa tekið sig saman og standa fyrir ráðstefnu 19. október. Eiga góðar þakkir skildar. Ráðstefnan hefst kl. 13:00. Staðsetning kemur síðar en hún er á höfuðborgarsvæðinu.

Skráning á ráðstefnuna er á netfangið: [email protected]

Sætapláss er takmarkað, þess vegna er skráning æskileg. Þeir sem skrá sig frá upplýsingar um hvar ráðstefnan er þegar nær dregur. Ekki er komið á hreint hvort ráðstefnunni verður streymt. Ekkert kostar á ráðstefnuna en tekið á móti frjálsum framlögum. Kaffi selt á staðnum.

Þessi ráðstefna er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Frummælendur koma víða að með ólík málefni. Reiknað er með að hvert erindi taki um 20 mínútur og ráðstefnunni lýkur með pallborðsumræðum þar sem fundargestir geta spurt spurninga.

Meðal þess sem rætt verður um er; Tjáningarfrelsið og þöggun, sveitarfélög og samtök, Menntakerfið, Samfélagsmiðlar, Heilbrigðismál, Menning og trú, Lög og reglur og Cass-skýrslan.

Hvet áhugasama til að mæta, 13 dagar þangað til.

Skildu eftir skilaboð