Sigurjón Þórðarson skrifar:
Eina frumvarpið sem Þórdís K. R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins hyggst leggja fram á þinginu í ár er bókun 35 sem felur í sér að ef að ef íslensk lög rekast á við tilskipanir Evrópusambandsins þá skulu lög Alþingis Íslendinga sjálfkrafa víkja.
Það er stórfurðulegt að varaformaður Sjálfstæðisflokksins skuli ítrekað leggja fram frumvarp sem er eitur í beinum stórs hluta eigin flokksmanna og það í aðdraganda kosninga. Engu líkara er að hún hafi miklu meiri metnað til þess að taka við af Þorgerði Katrínu formanni Viðreisnar en Bjarna Ben. Viðreisn heldur því á lofti að það sem miður fer í íslensku samfélagi lagist við það eitt að óska eftir inngöngu í Evrópusambandið. Það er auðvitað barnaleg trú þar sem þjóðirnar í sambandinu góða sitja áfram uppi með sín innanmein og það á m.a. við um Belgíu sjálfa, Svíþjóð og Grikkland, þrátt fyrir að vera þjóðirnar séu búnar að vera í sambandinu um árabil.
Vandi Þórdísar utanríkisráðherra er að hún hefur ekki gert heiðarlega tilraun til þess að skýra það út fyrir kjósendum eða hvað þá flokkssystkinum sínum hver ávinningur þjóðarinnar sé af því að samþykkja umrædda bókun.
Þau dæmi sem nefnd eru í greinargerðinni er m.a. aðfinnslur við aðgerðir íslenskra stjórnvalda til þess að vernda íslenska tungu og í lýðheilsumálum m.a. aðgerðir til þess að koma í veg fyrir óhefta markaðssetningu á tóbaki.
Ekki bætir úr skák þegar utanríkisráðherra heldur gögnum sem snúa að bókun 35 leyndum fyrir þjóðkjörnum fulltrúum.
2 Comments on “Er varaformaður Sjálfstæðisflokksins á leiðinni í Viðreisn?”
Andskotan pokarottan er svo vitlaus að hænuegg hefur skýrari hugsun!
þessi manneska er gott dæmi um íslenskan stjórnmálamann ekker nema umbúðir ekkert innihald!
Arnar þór Jónsson er búin að stofna nýjan stjórnmálaflokk, ég hef mikinn áhuga að spyrja hann um hans skoðanir á utanríkismálunum og veru Ísland í NATO?
Samband Sjálfstæðisflokksins við fyrrverandi kjósendur sína er álíka gott og Voyager fyrsta við móður Jörð.
Þórdís er búin að skrifa sig í söguna sem einn skuggalegasti stjórnmálamaður íslenska ríkisins. Tekur hagsmuni NATO og ESB fram yfir íslenska hagsmuni og eys fjármunum almennings í byssukúlur sem drepa rússneska vini okkar. Engin furða að þessi áður kjölfesta íslenskra stjórnmála og nú gjörspilltur glóbalista flokkur, sé að hverfa.
Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn eins og gamall skóli gegnsósa af myglu. Til dæmis glóbalisma, (Bjarni og Þórdís), áróðri um loftslagsvá(Gunnlaugur),vók (Willum). Og það eina sem nú er hægt að gera er að rífa kofann.