Skæruhernaður kennara – fjárfestum í kennurum

frettinInnlendar1 Comment

Nú þykir ljóst að félagsmenn Kennarasambands Íslands mun beita skæruhernaði í kjaraviðræðunum sem standa yfir. Það er á sama tíma og herferð sambandsins gengur yfir þjóðina, fjárfestum í kennurum.

Ekkert hefur gengið í viðræðunum sem vísað var til sáttasemjara fyrir stuttu. Ef marka má orð forsvarsmanna sambandsins draga viðsemjendur lappirnar, þrátt fyrir fundi hjá sáttasemjara.

Formaður sambandsins talar um að tryggja skólum það fjármagn sem þeir þurfa án þess að geta þess að Íslendingar reka eitt af dýrasta skólakerfi heims. 

Skæruhernaður kennara gengur yfir átta skóla. Þeir sem starfa í þessum skólum greiða atkvæði, en um er að ræða fjóra leikskóla, þrjá grunnskóla og einn framhaldsskóla. Verkfallið mun hefjast á miðnætti 29. október ef kennarar samþykkja.

Búast má við að kennarar í þessum skólum hafi fundað með forystunni til að kanna jarðveginn. Það væri óðs manns æði að leggja í atkvæðagreiðslu án þess að hafa kannað það.

Hér má lesa um atkvæðagreiðsluna hjá Kennarasambandinu.

One Comment on “Skæruhernaður kennara – fjárfestum í kennurum”

  1. Fjárfesta í kennurum? Ekki fyrr en þeir hafa lært að kenna börnunum að lesa.

Skildu eftir skilaboð