Er þetta satt eða lastu það á RÚV.is?

frettinFjölmiðlar, Geir Ágústsson, Innlent, PistlarLeave a Comment

Geir Ágústsson skrifar:

Um daginn lét ég berast í eyru mín hljóðútgáfu af bókinni Is That True or Did You Hear It on the BBC?: Disinformation and the BBC og fannst hún mjög fróðleg. Þar er sagt frá því hvernig BBC notar áhrif sín og fjárráð til að boða ákveðna hugmyndafræði í ýmsum málum, þagga niður í skoðunum eða gera lítið úr þeim, aðstoða við heilaþvott á almenningi og smyrja í skít þá sem stofnunin á að beita sér gegn.

Svipaða sögu má eflaust segja um aðra stærri fjölmiðla - þessa virtu og trúverðugu fjölmiðla sem smöluðu fólki í sprautuhallir og héldu því skíthræddu heima hjá sér vegna kvefpestar.

Í dag er BBC mjög upptekin af því að berjast gegn kjöri Trump í embætti Bandaríkjaforseta, svo eitthvað sé nefnt, og gerir það á sinn venjulega hátt: Fjallar um mál að því er virðist af sæmilegri vandvirkni, nokkru hlutleysi og mikilli yfirvegun, en laumar svo inn litlum molum sem mjaka lesandanum í rétta átt. Þannig las ég í dag, í samhengi við nýlegar náttúruhamfarir í Bandaríkjunum vegna fellibyls:

Þegar hann [Donald Trump] heimsótti Georgíu hélt forsetinn fyrrverandi því fram að Bandaríkjamenn væru að missa neyðarsjóði vegna þess að þeim hefði verið varið í ólöglega innflytjendur. Reyndar hafa þessi tvö aðskildu verkefni aðskildar fjárhagsáætlanir og Biden-stjórnin sakaði repúblikana um að dreifa „djörfum lygum“ um fjármögnun vegna hamfaraviðbragðsins.

**********

While visiting Georgia, the former president claimed that Americans were losing out on emergency relief money because it had been spent on migrants. In fact, the two distinct programmes have separate budgets, and the Biden administration accused Republicans of spreading "bold-faced lies" about funding for the disaster response.

En bíddu nú við, hvað hefur blaðamannafulltrúi núverandi Bandaríkjaforseta sjálfur sagt, oftar en einu sinni? Skoðum það:

Fyndið hvernig netið gleymir engu (þótt jútjúb hafi hérna auðvitað gleymt öllu).

Þetta er svipað víðar. Opinberir sjóðir þurrkast upp í heimatilbúin vandamál og því svo neitað að það bitni á annarri opinberri þjónustu. Þannig gripu menn í tómt þegar neyðarsjóðir til aðstoðar Grindvíkingum voru opnaðir. Þannig grípur allskyns opinber þjónusta í tómt í samkeppni við vopnakaup yfirvalda, gæluverkefnin og starfshópa um flugvelli á gossprungum og þjóðarhallir á tímum hallareksturs.

Það er einfaldlega við hæfi að halda því fram að það sé stanslaust verið að ljúga að okkur í mjög annarlegum tilgangi.

Svo ég spyr, eins og ég spyr í fyrirsögninni: Er þetta satt eða lastu það á RÚV.is?

Því það er mjög líklega annaðhvort eða.

Skildu eftir skilaboð