Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:
Trans aðgerðasinnar slógu enn einn naglann í líkkistuna fyrir orðspor transfólks. Á ráðstefnu í gær sem haldin var fyrir homma, lesbíur og tvíkynhneigða í London, LGB Alliance, slepptu trans aðgerðasinnar hjörð af skordýrum inn í salinn til að stöðva konu sem átti að halda ræðu um illa meðferð á börnum og ungmennum með kynama, ónot í eigin líkama.
Árásir á hóp manna sem heldur ráðstefnur og útifundi er ekki ný af nálinni þegar trans-aðgerðasinnar eru annars vegar. Ofbeldi, hatur og hryðjuverk virðast hugnast þessum hópi best þegar þeir mótmæla tali venjulegra borgara. Ást, kærleikur og umburðarlyndi segja trans-aðgerðasinnar. Maður efast!
Dorte Toft birtir með grein um Gallup könnun á samúð trans-fólks í Bandaríkjunum og innlenda könnun á Englandi. Grein hennar birtist á mánudaginn í Berlinske, ef blaðið breytir ekki áætlun sinni. Það verður áhugavert að sjá hvað mun standa í greininni.
Fjórar stúlkur eru í haldi. Vonandi fá þær makleg málagjöld, sektir og fangelsisvist fyrir að stofna lífi fólks í hættu.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem trans-aðgerðasinnar, þetta „friðelskandi fólk“ sem vill samúð samfélags og virðingu beitir hryðjuverkum og ofbeldi. Lögregluvernd þarf orðið á þá atburði sem haldnir eru vegna ofbeldis trans-aðgerðasinna.
Þegar talað er um bakslag í báráttu hinsegin fólks þá er það klárlega lesbíur og hommar sem fara verst út úr því og það vegna trans-aðgðerasinna. Hér er ekki bara um hatursræðu að ræða heldur hatursofbeldi gagnvart hópi fólks sem telur réttindum sínum ógnað.
Lesa má lesa málið hér og hér upptöku frá einum fundarmanninum.
Hér má sjá ofbeldi af hálfu transaðgerðasinna, hér og hér. Þetta er bara lítið brot af því líkamlega ofbeldi sem trans-aðgerðasinnar beita. Svo er það hið munnlega og kærur til lögreglu og dómsmál sem á að hræða fólk til þöggunar um mjög umdeildt samfélagsmál.