Payton McNabb 17 ára blakkona er lömuð að hluta og hlaut heilaskaða eftir að hafa keppt við transkonu á blakmóti. Transkonan sem er líffræðilegur karlmaður sló boltanum af svo miklum krafti í höfuð stúlkunnar að flytja þurfti hana samstundis á sjúkrahús meðvitundarlausa, þar sem í ljós kom að hún hefði hlotið fyrrgreind meiðsli.
Transspilarinn sem er 180 cm á hæð, fagnaði ákaft eftir að hafa rotað stúlkuna í gólfið ásamt liðsmönnum sem kepptu með honum á mótinu.
Stúlkan er nú með varanlegan heilaskaða og lömuð á hægri hlið, sem bindur enda á drauma hennar um að fá blakháskólastyrk og nú erfitt með að ganga án þess að detta.
Hún sagði við DailyMail að það væri „viðbjóðslegt“ að tveir hnefaleikakappar sem féllu á kynjaprófum hefðu fengið leyfi til að berjast við konur á leikunum í París í ár.
Hún óttast að fleiri konur gætu orðið fyrir verri meiðslum en hún. Myndband af atvikinu má sjá hér.