Hælisleitendum beint frá Ítalíu til Albaníu – Ursula von der Leyen hrífst með

frettinErlent, HælisleitendurLeave a Comment

Ingibjörg Gísladóttir skrifar:

Í Shengjin Albaníu er Trattoria Meloni, veitingahús kennt við Giorgiu Meloni forsætisráðherra Ítalíu. Veggi þess prýða ein 70 litrík olíumálverk af henni eftir Helidon Haliti, þekktan albanskan listamann, og myndir af henni eru einnig á matseðlunum. Þessi hugmynd hefur vakið lukku og hefur verið fullbókað hjá þeim frá opnun 20 ágúst síðastliðinn. En af hverju Meloni? Jú hún hefur gert samning við ríkisstjórn Albaníu um að taka á móti þeim hælisleitendum er koma sjóleiðina til Ítalíu. Fyrst koma þeir til hafnar í Shengjin og eru fluttir þaðan15 mílur inn í land þar sem er gömul ónotuð herstöð frá tímum kalda stríðsins. Áætlað er að stöðvarnar geti afgreitt 36.000 hælisumsóknir á ári og koma þeir sem fá samþykki til Ítalíu en hinir eru sendir til baka. Væntanlega eru engir hælislögfræðingar í Albaníu til að tefja málin. Allt er til reiðu í stöðvunum og fyrstu umsækjendurnir eru væntanlegir. Meloni er einnig sögð ætla að koma og mun hún þá eflaust líta við á veitingahúsinu.

Víða eru hælisleitendamálin til umræðu. Áætlanir Breta um að senda hælisleitendur til Rúanda gengu ekki upp; mannréttindalögfræðingarnir eru of áhrifamiklir en Danir hafa gert samning við Kosovo um að þeir taki að sér erlenda afbrotamenn sem hafa fengið útvistun í framhaldi dóms. Í dag, 15 október, mátti svo lesa á Euronews að Ursula von der Leyen leggi til að komið verði á fót búðum utan ESB fyrir þá hælisleitendur er fengið hafi höfnun á umsókn sinni. Sú tillaga kemur mjög á óvart því ESB tók ákvörðun Pólverja um að loka landamærum sínum vegna ágangs frá Hvíta Rússlandi ekki vel.

Það er hins vegar staðreynd að aðeins 20-30 % þeirra er synjað er um hæli yfirgefa ESB svæðið og þegar einhverjir þeirra fremja hryðjuverk, eins og gerðist í Solingen, Þýskalandi þar sem íslamisti sem átti ekki að vera í landinu drap 3 og særði 8 á útiskemmtun þá verða kröfur um að harðar sé tekið á ólöglegum innflytjendum mjög háværar. Sömu þróun má sjá í mörgum löndum Evrópu. Ekki er þó víst að auðvelt verði fyrir ESB að finna mótttökuland. Ítalía átti hönk upp í bakið á Albönum eftir að landið tók á móti hundruðum þúsunda allsleysingja eftir hrun Sovétríkjanna en Albanir afsegja að semja við ESB og fleiri lönd eru því frábitin.

Skildu eftir skilaboð