Geir Ágústsson skrifar:
Borgarstjóri segir að kennararnir séu að biðja um það að fá að vera minna með börnum og einhverjir bregðast illa við, en er það rangt? Þeim fækkar sem kenna börnum og fjölgar sem sitja í stólum millistjórnenda í grunnskólakerfinu. Er það ekki vegna þrýstings frá sumum kennurum um að losna við að kenna en njóta samt starfsöryggis og öruggra launa? Það er allt í lagi að velta því fyrir sér og skoða það.
Varla eru yfirvöld sveitarfélaga að kalla á eftir fækkun kennara og fjölgun millistjórnenda og aukinni fjárþörf grunnskóla gegn því að fá minni kennslu.
Það er í eðli allra stórra stofnana og fyrirtækja (líka einkafyrirtækja) að þegar peningarnir streyma inn að þá hleðst fita utan á starfsemina. Þessi fitusöfnun hættir aldrei í tilviki opinbers reksturs því það er alltaf hægt að hækka skatta eða auka opinberar skuldir. Í tilviki einkareksturs er regluleg fitulosun og megrun algjörlega nauðsynleg ef menn vilja ekki missa vinnuna.
Er minni kennsla í grunnskólum í skiptum fyrir aukin útgjöld mögulega bara kransæðastífla sem þarf að losa? Kannski yfirvofandi verkfall kennara sé tækifæri - tækifæri til að stokka upp á nýtt. Að loknu verkfalli mæti millistjórnendur í skóla þar sem þeir eru orðnir kennarar á ný.
Það væri eitthvað.