35 ára karlmaður lést eftir bólefnaskaða: fjölskyldan fær 15 milljónir í skaðabætur

frettinCovid bóluefni, Erlent, Skaðabætur1 Comment

Heilbrigðisráðuneytið á Ítalíu hefur opinberlega viðurkennt orsakatengsl milli AstraZeneca bóluefnisins og dauða 35 ára karlmanns frá Agrigento, sem átti sér stað í apríl 2021. Ákvörðunin var tekin á grundvelli skýrslu frá Commissione Medica Militare di Messina (Cmo), sem tengir dauðsfallið við alvarlegan fylgikvilla eftir að maðurinn var sprautaður með bóluefninu gegn Covid 19. Ekkja mannsins, hefur samið um skaðabætur með aðstoð lögfræðings, fjölskyldan fær 100.000 evrur sem samsvarar 15 milljónum króna, í formi eingreiðslu. Ítalski miðilinn ilFattoVesuviano greinir frá.

Sagan

Maðurinn sem var 35 ára gamall frá bænum Agrigento, var við góða heilsu þegar hann fékk fyrsta skammtinn af AstraZeneca í bólusetningarherferðinni á Covid tímabilinu. Um tíu dögum síðar lést maðurinn úr hjartavöðvabólgu, alvarlegri bólgu í hjartavöðva. Læknanefnd staðfesti með krufningu, að dánarorsökin væri hjartavöðvabólga sem myndaðist eftir bólusetninguna.

CMO skýrslan var send til heilbrigðisráðuneytisins sem loksins viðurkenndi orsakasamhengið á milli gjafar bóluefnisins og dauðans. Þetta gerði fjölskyldu fórnarlambsins kleift að fá bætur sem ríkið veitti vegna bóluefnisskaða.

Lagaleg áhrif

Samkvæmt lögfræðingnum Angelo Farruggia, er þessi viðurkenning mikilvægt skref fram á við fyrir þá sem hafa orðið fyrir alvarlegum aukaverkunum eftir bólusetningu gegn Covid-19. Málið gæti rutt brautina fyrir frekari bótakröfur á hendur lyfjafyrirtækjum sem framleiða bóluefnin og í vissum tilvikum einnig á hendur heilbrigðisráðuneytinu.

Farruggia lagði áherslu á að margir sem hafa skaðast af bólusetningunni, eigi í vandræðum með að fá ákveðnar greiningar og þar af leiðandi aðgang að skaðabótum. Margt af þessu fólki neyðist til að leggja á sig viðvarandi kostnað vegna sérfræðiheimsókna á eigin kostnað, þar sem oft vantar skýrt greiningartengsl á milli bóluefnisins og þeirra einkenna sem upp koma.

Norski miðillinn Steigan greinir frá.

One Comment on “35 ára karlmaður lést eftir bólefnaskaða: fjölskyldan fær 15 milljónir í skaðabætur”

  1. .
    Landlæknisembættið svarar ekki einu sinni fyrirspurnum varðandi AstraZeneca og hugsanlegum skaða sem bóluefnið hefur valdið t.d. varðandi : blóðtappa, kransæðastíflu, … !!!
    .

Skildu eftir skilaboð