Trump tekur 10 stiga forskot á Harris í könnunum

frettinErlent, Stjórnmál, Trump3 Comments

Fyrrum forseti Donald Trump er nú komin með forskot á Kamölu Harris varaforseta í The Hill kosningaspánni.

Trump hefur náð marktækum mun, tíu stiga forskoti á Harris, hann mælist með 52% á móti Harris sem mælist 42%.

The Hill greinir frá:

Frá því seint í ágúst hafa kosningaspár gert ráð fyrir að líkur Harris á sigri séu um það bil 54 til 56 prósent, en líkurnar á Trump eru um það bil 44 til 46 prósent. Í byrjun október byrjaði staðan að breytast og kosningaspáin breyttist í möguleika beggja frambjóðenda nær 50 prósentum.

Þann 17. október sýndu tölurnar að frambjóðendurnir tveir væru jafn líklegir til sigurs en svo tók Trump forskotið þann 20. október, með 10 prósentustigum.

Breytingin í kosningaspánni fellur saman við bætt meðaltal frambjóðanda repúblikana í skoðanakönnunum í Wisconsin og Michigan, tveimur vígstöðvum sem áður halluðust örlítið að Harris. Trump hafði þegar lítið forskot í Arizona, Georgíu og Norður-Karólínu.

Tók til starfa á McDon­ald’s

Trump tók til starfa í 15 mín­út­ur á McDon­ald’s í Bucks-sýslu í Penn­sylvan­íu í gær rétt fyr­ir borg­ar­a­fund í Lanca­ster. Ástæðan er sú að hann hef­ur haldið því fram að Harris hafi logið því að hún hafi starfað á McDon­alds í há­skóla.

Trump hef­ur kraf­ist þess að Harris færi sönn­ur fyr­ir því að hún hafi starfað hjá veit­inga­keðjunni, sem hún hef­ur ekki gert enn sem komið er.

Trump afgreiðir viðskiptavin á McDonald´s.

3 Comments on “Trump tekur 10 stiga forskot á Harris í könnunum”

  1. Trump: “Búinn að vera hérna í korter og strax búinn að vinna korteri lengur á McDonalds en Kalmala Harris.”

  2. Þetta var prentvilla. The Hill er búið að leiðrétta núna:

    “CORRECTION: An earlier version of this story misstated the chances of Harris winning the election in the latest forecast from Decision Deck HQ/The Hill. The correct number is 48 percent.”

Skildu eftir skilaboð