Zelensky við framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna: „Þú ert ekki velkominn hingað!“

frettinErlent, Úkraínustríðið3 Comments

Volodymyr Zelensky hefur hafnað heimsókn framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, til Úkraínu vegna ferðar hans til Rússlands, að því er heimildarmaður í forsetaskrifstofunni í Kænugarði hefur eftir BBC.

Eftir að hafa sótt BRICS-fundinn í rússnesku borginni Kazan í vikunni hafði Guterres langað til að heimsækja Kænugarð, að því er BBC greinir frá.

- Forsetinn staðfesti ekki heimsóknina. „Eftir að Guterres tók í hendur upphafsmanns stríðsins og eyddi degi Sameinuðu þjóðanna á yfirráðasvæði árásarvaldsins, þá væri einhvern veginn skrítið að hýsa hann hér,“ sagði heimildarmaðurinn við BBC

Í heimsókn sinni kallaði Guterres eftir „réttlátum friði“ í Úkraínu og ítrekaði þá afstöðu sína við Pútín að innrás Rússa í landið væri „brot á sáttmála Sameinuðu þjóðanna og alþjóðalögum“.

Í yfirlýsingu fyrir heimsókn Guterres til Kazan sagði úkraínska utanríkisráðuneytið: „Þetta er rangt val sem stuðlar ekki að friðarmálum. Það skaðar aðeins orðspor SÞ“.

Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hafnaði svokallaðri friðarráðstefnu Úkraínu í Sviss.

Maria Zakharova, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, sagði:

„Hryðjuverkamenn í Kiev voru með framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í „Mirotvorets“ gagnagrunninum. Ég minni á að það er einn og sami listi yfir ætluð fórnarlömb, með öðrum orðum dauðsföll“.

3 Comments on “Zelensky við framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna: „Þú ert ekki velkominn hingað!“”

  1. Enn af sjálfsögðu er leikarinn Zelensky velkominn til spillingar og systurlands Úkraínu, Íslands!
    Vá hvað Ísland er siðlaust og heimskt þjóðfélag!

    Og nú er þessi þjóð að fara að kjósa milli drullu og skýts eftir nokkrar vikur!

    Til Hamingju Ísland!

  2. Það er ekkert stríð í Úkraínu! Það er bara verið að byggja upp með stolnum skattpeningum frá vesturlöndum. Allir leiðtogar heimsins vinna fyrir sömu mafíuna! “Litlu hatta karlarnir” eru búnir að gera flesta vesturlanda búa að idiótum með eiturvopnunum sínum. Það segir í trúarritunum þeirra að, hver einstaklingur, innan þeirra raða, muni hafa 2800 þræla í sinni eigu. Mér sýnist það hafa tekist, og gott betur!

Skildu eftir skilaboð