Uppljóstrari FBI afhjúpar spillingu „setti tvo kvenkyns njósnara inn í Trump 2016 kosningabaráttuna“

frettinErlent, TrumpLeave a Comment

James Comey fv. stjórnandi hjá FBI, hefur uppljóstrað um tvo kvenkyns umboðsmenn sem voru sendar inn í herferð Trumps árið 2016. Þessu greinir hann frá á Bandaríska þinginu.

Washington Times greindi frá því að kvenkyns umboðsmönnum sem fengu það hlutverk að njósna innanborðs, hefðu ráðið sig til starfa sem svokallaðir “honeypots” og ferðast með Trump og starfsfólki hans.

Þetta var „off-the-book“ aðgerð og var aðskilin frá Comey og Crossfire aðgerð Obama, sem gekk út á að saka Trump um rússneskt samsæri.

Þetta er fyrsti háttsetti uppljóstrarinn frá FBI sem stígur fram í áraraðir, segir á miðlinum.

FBI og DOJ voru þátttakendur í þessari sviksemi á forsetaframbjóðanda, þrátt fyrir að hafa vitað að öll rannsóknin byggðist á lygi um að Trump væri undir áhrifum frá Rússlandi og Pútín.

Það var síðar vel skjalfest að það var Hillary Clinton sem hafði búið til lygavefinn. Hillary var síðar sektuð fyrir að fjármagna fölsuð „Rússskjöl“ sem var notað til að njósna um Trump, fjölskyldu hans, kosningabaráttu hans og stjórn hans.

Uppljóstrarinn sagði við þingið að rannsóknin hefði verið falin fyrir Michael Horowitz, eftirlitsmanni dómsmálaráðuneytisins.

Upplýsingar um þessa rannsókn var einnig haldið frá sakamálaráðgjöfum Trump forseta.

Meira um málið má lesa hér.

Skildu eftir skilaboð