Lögreglustjórinn í Berlín varar gyðinga og hinsegin fólk við að vera sýnilegt í arabísku hverfum

frettinInnlendarLeave a Comment

Lögreglustjórinn í Berlín ráðleggur gyðingum og samkynhneigðum íbúum borgarinnar að vera sérstaklega á varðbergi þegar þeir ferðast um hverfi þar sem arabískir íbúar eru margir.

Barbara Slowik sagði í samtali við dagblaðið Berliner Zeitung, að þó að aðeins lítill fjöldi ofbeldisglæpa gegn gyðingum hafi verið í borginni, sé fjöldi atvika „of mikið“.

„Því miður eru ákveðin hverfi þar sem aðallega eru arabískir innflytjendur sem eru líka hlyðhollir hryðjuverkahópum,“ sagði lögreglustjórinn og ráðlagði þeim sem ganga með kollhúfu eða er opinskátt hinsegin fólk að „fara varlega“ á slíkum svæðum.

Með auknu gyðingahatri um allan heim frá fjöldamorðum Hamas 7. október á síðasta ári, hefur lögreglan í Berlín hafið 6.200 rannsóknir á hatursglæpum og ofbeldi sem beinast gegn gyðingum, þar á meðal færslum á samfélagsmiðlum ásamt eignaspjöllum, sagði Slowik.

Ofbeldisbrot eru 1.300 af þessum rannsóknum, aðallega árásir eða mótspyrnu gegn lögreglu. Slowik viðurkenndi að aukinn fjöldi atvika hafi vakið ótta meðal gyðinga.

Hrækt á gyðinga­börn

Fyr­ir hálf­um mánuði var veist að ung­mennaliði í fót­bolta frá Makka­bi Berl­in, íþrótta­fé­lagi gyðinga, af ung­menn­um með prik og hnífa eft­ir leik í ar­ab­ísku hverfi borg­ar­inn­ar.

Fórn­ar­lömb­in, sem voru á aldr­in­um 13 til 15 ára, sögðu að það hefði verið hrækt á þau og ókvæðisorðum hreytt í þau all­an leik­inn.

Telegraph greinir frá.

Skildu eftir skilaboð