Kynskipti „lykta af heimsenda“ – Leiðtogi Rússnesku rétttrúnaðar kirkjunnar

frettinInnlendarLeave a Comment

Rússland leggur siðferðilega áskorun fyrir Vesturlönd, sem hafa yfirgefið trú og kristilegt siðferði, að sögn Kirill patríarka

Að samþykkja kynleiðréttingaraðgerðir á Vesturlöndum „lyktar af heimsendalykt,“ sagði yfirmaður rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í sjónvarpsviðtali á þriðjudag.

Kirill patríarki gagnrýndi þessa þróun sem merki um siðferðilega hrörnun og ítrekaði skuldbindingu Rússa um að varðveita andlegar hefðir sínar.

Í viðtalinu, sem sent var út 7. janúar, þegar kristna rétttrúnaðarkirkjan heldur jól, gerði hann að umtalsefni það sem hann kallaði siðferðislega hnignun Vesturlanda og bar hana saman við styrk andlegra hefða í Rússlandi.

„Það sem er að gerast á vesturlöndum lyktar af heimsenda,“ sagði hann og vísaði þar til kynskiptaaðgerða í vestrænum ríkjum sem teljast þar eðlilegar. Hann lagði áherslu á að slík kynskipti væru „andstæð boðun  Guðs“ og yrðu aldrei samþykkt í Rússlandi svo lengi sem Rússneska þjóðin væri trú þúsund ára gamali menningar- og andlegri arfleifð sinni.

Kirill benti á vaxandi mikilvægi Rússlands sem andlegs mótvægis við Vesturlönd. „Þeir eru undrandi yfir því að við erum að byggja kirkjur – 400 í Moskvu einni saman,“ sagði hann. Hann setti þetta í samhengi við ástandið á Vesturlöndum, þar sem kirkjum er umbreytt, „í besta falli í moskur og í versta falli í skemmtistaði“.

Pútín mætir í jólamessu í Moskvu.

Í nóvember bönnuðu Rússar ættleiðingu barna til landa sem heimila kynleiðréttingar meðferðir. Tilskipun/löggjöf undirrituð af Vladimír Pútín forseta bannar einstaklingum frá þessum löndum – hvort sem þeir leyfa kynskipti með læknisfræðilegum inngripum eins og skurðaðgerðum og kynþroska-hemlum eða með einfaldri breytingu í þjóðskrá án læknisaðstoðar – að ættleiða rússnesk börn.

Vyacheslav Volodin, forseti neðri deildar rússneska þingsins, varði tilskipunina og sagði hana nauðsynlegt skref til að verja börn fyrir „eyðileggjandi“ vestrænum áhrifum. Hann gagnrýndi sérstaklega stefnu í sumum vestrænum ríkjum sem heimila ólögráða börnum að gangast undir kynleiðréttingu, og lýsti slíku sem skaðlegu velferð barna.

Þessi löggjöf kom eftir að Rússar settu harðar takmarkanir á kynleiðréttingarferli árið 2023. Löggjöfin, sem miðar að því að hefta það sem þingmenn kölluðu „trans-iðnaðinn“, bannaði lagaleg og læknisfræðileg kynskipti nema í alvarlegum læknisfræðilegum tilfellum, eins og þeim sem varða fæðingarfrávik.

Skildu eftir skilaboð