Fyrrverandi ráðherra og þingmaður Verkamannaflokksins handtekinn fyrir barnaníð

frettinInnlendarLeave a Comment

Fyrrverandi varnamálaráðherra og þingmaður Verkamannaflokksins hefur verið handtekinn grunaður um barnaníð.

Ivor Caplin, 66, var látinn laus gegn tryggingu eftir að hafa gist í fangaklefa lögreglu um nóttina, lögreglan hefur hafið rannsókn á meintu atviki.

Myndskeið sem dreift hefur verið víða um Internetið, sýnir Caplin, klæddan svörtum jakka og rauðri derhúfu, í haldi lögreglumanna. Caplin er einn af þeim sem að hefur gagnrýnt Elon Musk að undanförnu, fyrir að vekja athygli á pakistönskum barnaníðshringjum í Bretlandi, Musk deilir fréttunum:

Talsmaður lögreglunnar í Sussex staðfesti: „66 ára karlmaður, sem var handtekinn grunaður um að hafa átt í kynferðislegum samskiptum við barn á netinu þann 11. janúar, hefur verið látinn laus gegn tryggingu til 10. apríl á meðan frekari rannsókn fer fram.

„Fertugum karlmanni, sem einnig var handtekinn grunaður um að hafa átt í kynferðislegum samskiptum við barn á netinu 11. janúar, hefur einnig verið sleppt gegn tryggingu til 11. apríl.

Lögreglan rannsakaði í kjölfarið 350 þúsund punda íbúð í Hove, þar sem fjöldi muna í tengslum við málið hafi verið haldlagður.

Það var tálbeituhópur sem náði að leggja gildru fyrir Caplin, en hann taldi sig vera á leiðinni á stefnumót við 15 ára dreng, þegar hann var gómaður:

Virkur meðlimur í hinseginhreyfingunni

Caplin hefur verið virkur meðlimur í LGBT hinseginhreyfingunni, og sagði t.d. á sínum tíma að öll börn ættu að taka þátt á gaypride göngunni, og hefur einnig haldið úti hlaðvarpi um hinsegin mál:

Skildu eftir skilaboð