Jón Magnússon skrifar:
Í stórblaðinu Financial Times (FT) í gær var frétt um að rannsóknir ákveðinna vísindamanna sýndu, að hitastig mældist hærra en fyrr og nýliðinn janúar hefði verið meiri en viðmið Parísarsamkomulagsins um hlýnun á öldinni. Vísindamennirnir eru að sjálfsögðu gildir prelátar loftslagskirkjunnar.
Í sama blaði var grein,þar sem fjallað var um þrjá einstaklinga sem hefðu dáið úr kulda vegna þess hve kalt hefði verið í miðvesturríkjum Bandaríkjanna í janúar.
Svo kom frétt um að verð á gasi í Evrópu væri það hæsta í meir en tvö ár vegna mikilla kulda í norðvestur Evrópu og Asíu í janúar og spáð væri áframhaldandi kulda sem mundi auka eftirspurnina og valda enn auknum verðhækkunum á gasi.
Hvar er nú hitinn sem prelátar loftslagskirkjunnar mæla. Það er greinilegt að mælar loftslagskirkjunnar mæla eftir hentugleikum með sama hætti mælar og svikamylla loftslagsráðs Sameinuðu þjóðanna sem var afhjúpað á sínum tíma fyrir að ljúga vísvitandi um mikla bráðnun í Himalajafjallgarðinum. Sennilega taka þeir Sölva heitinn Helgason lífskúnstner á þetta.
Er ekki kominn tími til að segja sig frá Parísarsamkomulaginu og hætta að skattleggja neytendur og greiða milljarða í þessa svikamyllu loftslagskirkju og Davos miljarðamæringa.
Fréttin um kuldana í Evrópu er raunveruleg og það sem fólkið finnur. En hitametin eru bara á hitamælum sanntrúaðra.
Er ekki kominn tími til að segja sig frá þessari vitleysu og hætta að senda milljarða af skattfé einstaklinga í þetta rugl.